Leita í fréttum mbl.is

Meðan þrælana grunar ekkert

kapital4Það þykir ógurlega karlmannlegt að tala um pééénínga, stórar upphæðir, margfaldar garðhleðslur af bánkuseðlum, taka sér aldrei minna en hundruðir milljarða í munn, og látast í þokkabót hafa vit á öllum þessum hafsjó af pééénííígum. Og víst eru þeir ansi lunknir við fjármálablekkingarnar þessir karlar og kunna að búa svo um hnútana að nýtísku þrælahald kapítaismans gangi liðlega fyrir sig, án þess að þrælakvikindin gruni nokkurn skapaðann hlut.

En allt veltur þetta peníngahnoð, slaufur og krull stóru strákanna á því að lýðurinn sé sljór og haldi að umsvif þeirra og snilld sé óbreytanlegt náttúrulögmál. Það myndi vandast málið fyrir hin galtómu jakkaföt, ef sauðsvartur almúginn sæi allt í einu í gegnum sýninguna og hætti að trúa sjónhverfingunum. En það er marg ópíumið, sem tilreitt er fyrir fólkið af útsjónarsemi og natni, þannig að lítil hætta er á að þrælahjörðin vakni.

Það má vel vera, að það sé óviðeigandi og sóðalegt að skjóta litla hænsnfugla með fallbyssum, en ekki er samt þrifalegra að láta lævísa peníngaperverta míga yfir sig minnst einusinni á dag. Eða hvað?


mbl.is Eins og að nota fallbyssu á rjúpu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband