Leita í fréttum mbl.is

Stórsigur Landhelgisgæslunnar.

Mikið gríðarlega erum við Íslendingar lánsamir að eiga svona öfluga og haukfrána skipherra hjá Landhelgisgæslunni. Það er auðsjáanlegt, að jafnvel hin minnsta hreyfing á miðunum fer ekki framhjá þessum herrum. Svo skulum við vona að refsivaldið hlífi ekki hinum lögbrotshneigða trillukarli og hann fái makleg málagjöld upp á vatn og brauð.

Í ljósi þessa stórbrotna atburðar, er allur áróður og lygar um svokallað ,,brottkast" á miðunum dauður og ómerkur - endanlega. Hefði slíkt átt sér stað, er morgunljóst að það hefði ekki farið framhjá Landhelgisgæslunni og því síður Veiðieftirliti Fiskistofu.

 


mbl.is Bátur staðinn að meintum ólöglegum veiðum í Faxaflóa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Húrra fyrir Landhelgisgæslunni. Nú verður forseti vor að bregðast skjótt við og bjóða til opinbers samsætis á Bessastöðum. Það er algjörlega þjóðhagslega nauðsynlegt að hengja "Stórriddarakrossa" á hina vösku sveina gæslunnar sem af slíkum myndarbrag og snarræði tókst að koma böndum á þennan dóna. 

Níels A. Ársælsson., 9.4.2007 kl. 21:20

2 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Já, og líklega verður hr. Ólafur að opna þrælakistuna, sem sagt er frá í Íslandsklukkunni, því varla er annar staður boðlegur veiðþjófnum atarna.

Varðandi Stórriddarakrossa, vil ég einungis minna á orð Magnúsar sáluga Kjartanssonar, er hann mælti af gefnu tilefni: ,,Áður fyrr voru ræningjar hengdir á kross, en nú eru krossar hengdir á ræningja." 

Jóhannes Ragnarsson, 9.4.2007 kl. 21:35

3 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Verðum að vona að þetta eigi ekki við "kvótafíklana" og að þeir verði nelgdir á krossa en ekki öfugt þegar stjórnin verður fallin.

Níels A. Ársælsson., 9.4.2007 kl. 21:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband