Leita í fréttum mbl.is

23,6% þrátt fyrir Kolbrúnu Halldórs og Álfheiði Inga.

Það er heldur betur flug á VG þessa dagana í skoðannakönnunum, svo sem sjá má. Nú er svo komið, að maður er farinn að gera sér vonir um að útkoma flokksins í kosningunum sjálfum verði ekki allmiklu lakari en kannanirnar segja til um. Síðan verður að koma í ljós hvað VG ætlar að gera við allt þetta mikla fylgi. Það væri t.d. alveg hroðalegt ef Steingrímur og co létu sig hafa að brúka stóraukið fylgi til að skríða uppí bólið hjá sjálfu erkiíhaldinu, eins og ýmsir halda fram. Í ljósi umræðunnar um hugsanlega ríkisstjórn VG og Sjálfstæðisflokks, finnst mér að frambjóðendur VG eigi að taka af skarið og lýsa skýrt og skorinort yfir, að það komi ekki til greina af hálfu VG að ganga til ríkisstjórnarsamstarfs við íhaldið. Geri þeir það ekki mun Steingrímur, og hans fólk, hafa þessa þrifalegu kenningu yfir höfðinu fram á kjördag með þeim afleiðingum sem hún getur haft, þ.e. þverrandi fylgi fram á kjördag.

Það er til merkis um tiltrú fólks á VG þessa daganna, að það virðist nákvæmlega sama hvaða einstaklingar það eru sem tróna á toppum framboðslista þeirra. Það er t.d. stórmerkilegt, að VG skuli mælast með 23,6% í Reykjavíkurkjördæmi Suður, þrátt fyrir Kolbrúnu Halldórs og Álfheiði Ingadóttur í efstu sætum, en þær eru vægast sagt, ákaflega lausar við allt sem kalla má kjörþokka og mikið álitamál hvort forsvaranlegt sé fyrir VG að bjóða upp á slíka forustusauði eða hafa þá yfirleitt í farangrinum. 

 


mbl.is VG og Sjálfstæðisflokkur bæta við sig fylgi í Reykjavík suður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband