Leita í fréttum mbl.is

Framsóknarhreyfingin VG í NV-kjördæmi.

Eins og fram hefur komið, virðist engu máli skipta hvaða einstaklingum er raðað í efstu sæti VG; í öllum kjördæmum landsins er flokkurinn í fljúgandi uppsveiflu. Meira að segja í Norðvesturkjördæmi mælist VG með 23% fylgi í skoðanakönnunum, þrátt fyrir að seint verði hægt að reka upp húrrahróp fyrir lista þeirra í kjördæminu. Þegar litið er til fjögurra efstu frambjóðenda VG í þessu kjördæmi, fær maður ósjálfrátt á tilfinninguna að þar sé á ferðinni b-hópur bændaarms Framsóknarflokksins í kjördæminu. Þó skal því haldið til haga að tilkoma Jóns Bjarnasonar í VG, lá í gegnum afhroð hans í prófkjöri Samfylkingarinnar í Norðurlandskjördæmi - vestra fyrir rúmum átta árum. Síðan hefur hann fengið að valsa um óáreittur á vegum VG, vel verndaður undir vængbarðinu á Steingrími formanni, gjammandi í fornfálegum framsóknarstíl.

Það er eitthvað kostulegt að hjá VG í Norðvesturkjördæmi og greinilegt að metnaðurinn er lítill hjá flokksmönnum. A.m.k. er það engin ,,vinstrihreyfing" sem fer fram undir merkjum VG í því kjördæmi.


mbl.is VG bætir við sig í Norðvesturkjördæmi samkvæmt könnun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórður Steinn Guðmunds

Jú Dalamenn eru með 2 menn í bæjarstjórn og á Akranesi í það minsta.

Þórður Steinn Guðmunds, 11.4.2007 kl. 22:19

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já þetta er ótrúlegt með Vinstri græna.  Ætli þeir verði ekki einráðir eftir næstu kosningar.  Fái meiri hluta atkvæða ef svo heldur áfram sem horfir.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.4.2007 kl. 09:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband