Leita í fréttum mbl.is

Stöðugleiki sem byggir á nútímaútgáfu af þrælahaldi

cap4Það má ekki minna vera en að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn komi yfirstéttinni, auðvaldinu, á Íslandi til hjálpar þegar sýnt þykir að skríllinn ætlar sér ekki makka rétt í kjaramálum. Alþjóðagjaldeyissjóðurinn heldur sem kunnugt er mikið uppá þennan margrómaða stöðugleika, sem byggir á því að stórir hópar vinnandi fólks getur ekki séð sér farborða. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn vill að nútíma útgáfan af þrælahaldi sé virt og heiðruð af skrílnum án skilyrða eða einhvers útboruháttar.

Hinvegar kvað vefjast fyrir útsendurum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins að útskýra fyrir fullvinnandi fólki, sem vart á til hnífs og skeiðar, hvernig beri að matreiða þennan furðulega stöðugleika svo hægt sé að lifa á honum. Því svo mikið er víst, að stöðugleiki þrælahaldara kapítalismans er með öllu óætur og í sumum tilfellum baneitraður. Það væri því mikið gustukarverk, að einhverjir góðgjarnir menn tækju að sér að reka fulltrúa þessa alræmda kapítalismafélags, sem kallar sig Alþjóðagjaldeyrissjóð, úr landi eins og hverja aðra ólöglega flóttamenn. Ennfremur, að fulltrúum sjóðsins verði snúið við á flugvellinum eins og þrjótum Hellsangels, ef þeir reyna að smygla sér til landsins.


mbl.is AGS: Launahækkanir ógna stöðugleika
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur K Zophoníasson

Kapitalismi hentar þér líklega ekki. Ég ráðlegg þér að reyna að flýja til Norður Kóreu. Þar er þróaður kommúnismi.

Guðmundur K Zophoníasson, 20.5.2015 kl. 12:12

2 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Svo það sé á hreinu, þá er ekki kommúnismi í Norður Kóreu og hefur aldrei verið.

Annars leiðast mér fyrirbrigði, sem telja sig þess umkomin að ráðleggja öðru fólki að flýja hingað eða þangað, og geðjast ekki að því að eiga orðastað við þau.

Jóhannes Ragnarsson, 20.5.2015 kl. 12:19

3 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Og allt er þetta í boði Steingríms J. Sigfússonar.

Níels A. Ársælsson., 21.5.2015 kl. 00:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband