Leita í fréttum mbl.is

Blendnar tilfinningar gagnvart Únbrókeni Máríu

jurosing.jpgJá, spaugararnir hafa gaman að því að heyra og sjá hið soglega spangól, sem gárungarnir kalla ,,framlag Íslands í Saungvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva." Enda er um að ræða eitthvert hroðalegasta útburðarvein, sem illu heilli hefir ratað út fyrir landsteinana. Kunningjar mínir í Evrópusambandinu segja mér, að þetta sérkennilega ,,framlag" sé í hávegum haft hjá drukknum karlrembusvínum, sem grénji af hlátri við að fylgjast með látunum í Máríu Ólafsdóttur á jútúbinu. Aðspurðir hvort þetta sé góð landkynning, segja kunningjarnir, að þeim hafi aldrei dottið orðið landkynning í hug í sambandi við þetta spangól, en efast um að þessi ósköp séu Íslandi, sem slíku, til framdráttar.

Máría Borgargagn er ein fárra, sem ber lofsorð á framlag nöfnu sinnar, og kveðst ævinlega verða undur hot og fari að iða á rassinum þegar hún hlýðir á tónverkið ,,Únbróken." Það hafi, meðal annars, leitt til þess að hún framið óhæfuverk með Kolbeini og frú Ingveldi báðum í einu en Indriði Handreður horft á eins og ekkert væri, enda sé hann bölvaður öfuguggabesefi.

Þá berast fréttir frá Sofíu, höfuðstað Búlgaríu, að Únbrókenið Máríu hafi verið harðbannað þar í ladi fyrir viku með þeim rökum, að Búlgarar hafi ekki smekk fyrir gamansemi af þessu tagi. Vitna þeir og til þess, að spangól heyri hundspottum og úlfum til en ekki menntuðum mönnum sem hafa raun af þessháttar eyrnagaddavír.


mbl.is María í 20. sæti á YouTube
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Ha ha ha ha :-)

Níels A. Ársælsson., 21.5.2015 kl. 00:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband