Leita í fréttum mbl.is

Álfatrú og illmennska sjómanna

kick3_1045735.jpgEkki er seinna vænna að fjallað sé um álfakónginn Árna Johnsen á alþjóðavettvangi, slíkur grjótbarningsmaður sem hann er. En að 72% Íslendinga trúi á álfa, tröll og huldufólk á ekki erindi út fyrir landsteinana; sá fróðleikur er einungis til heimabrúks fyrir oss innfædda. Að vísu er rétt að okkar þjóðflokkur er alltaf tilbúinn að trúa á hverskyns djöfla og andskota, nú síðast á pírata og Jón Gnarr, þannig að ekki er til neins að bera á móti kyndugum trúarsiðum vorum.

Þó tekur útyfir allan þjófabálk, að nú er risinn upp selskapur, sem boðar trúgjörnum almenningi á Íslandi þá trú, að sjómenn vorir, hafsins hetjur og Hrafnistumenn, berji konur sínar svo rækilega í hvert sinn sem þeir koma í land, að rykið úr þeim byrgi fyrir sól eins og váleg óveðursský. Trúboðar sjómannabarsmíðanna draga heldur hvergi af sér við að útbreiða sitt orð og er nú haft fyrir satt, að 72% þjóðarinnar trúi því statt og stöðugt að sjóarar séu einkar fólsk illræðiskvikindi, sem aldrei láti hjá líða að láta verða sitt fyrsta verk þegar í land er komið að berja kérlíngar sínar í kássu og köku og helst krakkaskrattana líka.

Frú Ingveldur er ein þeirra sem hefir illan bifur á sjómönnum. Segist henni svo frá, að blindfullur sjóari hafi eitt sinn lúlamið Kolbein Kolbeinsson, eiginmann frú Ingveldar, og að auki svívirt hann svo hörmulega að Kolbeinn hafi ekki getað setið á rassinum í hálfan mánuð á eftir. Ennfremur ber frú Ingveldur, að umræddur hafgammur hafi að morgni þess dags er hann misþyrmdi Kolbeini, barið konu sína um það bil í hel. Að þessu töldu, kveðst frú Ingveldur styðja málstað ungfrú Lilludahal og fröken Kristjánsson þess efnis að sjómenn séu heiftúðug illyrmi, haldin einbeittum og grafalvarlegum kvalalosta.


mbl.is Segir frá Árna Johnsen og álfum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Auðvita eru álfar og tröll hér á íslandi, það er bara óhrekjanleg staðreynd, en ekki bara trú nokkra sérvitringa. 

Við Árni Johnsen erum að ég held báðir skráðir kristnir en það breytir þó engu um það að ég að hyllist ýmiskonar heiðin vísdóm sem sumum erlendum göngumönnum sem ég hef boðið að sitja í bíl mínum tilefni til að góa á mig auga í laumi, þá þeir telja að ég taki ekki eftir því og það finnst mér skemmtilegt. 

Þeir eru að reina að átta sig á því hvort ég meini þetta sem ég segi eð hvort ég sé að spauga með þá.  Auðvita geri  ég ekki spaug  með álfa og tröll af hvaða æt sem þeir eru.       

Hrólfur Þ Hraundal, 11.6.2015 kl. 17:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband