Leita í fréttum mbl.is

Sunnlendingar og Sjálfstæðisflokkurinn.

Það er aldeilis ofan og utan minn skilning að flokkur með Árna Matthísen og Árna Johnsen í fyrsta og öðru sæti skuli vera að auka við sig fylgi. Ekki ætla ég að gera að því skóna að sunnlendingum og reyknesingum sé meira áfátt en öðrum landsmönnum þegar kemur að kjörborðinu í alþingiskosningum, en ef það er raunin að Sjálfstæðisflokkurinn sé að bæta við sig fylgi í Suðurkjördæmi, held ég að ekki sé nema sannagjarnt að benda sunnlendingum á að athuga sinn gang. Ég held t.d. að enginn annar flokkur léti sig hafa að hafa mann eins og Árna Johnsen yfirleitt á framboðslista hjá, hvað þá í öðru sæti eins og sjálfstæðismenn í suðurkjördæmi láta sér sæma.

Aftur á móti gleðst ég yfir að sjá gríðarlega fylgisaukningu VG í kjördæminu þar sem sá ágæti verkalýðssinni Atli Gíslason fer fyrir sínu fólki. 


mbl.is VG og Sjálfstæðiflokkur auka fylgi sitt í Suðurkjördæmi á kostnað Framsóknar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eggert Hjelm Herbertsson

Já þetta er ótrúlegt. Árni Matt er ótrúlega slakur fjármálaráðherra (annað en Geir var), með engan sjarma. Við þurfum ekki að ræða hinn Árnan - þetta er ótrúlegt.

Eggert Hjelm Herbertsson, 17.4.2007 kl. 17:41

2 Smámynd: Tómas Þóroddsson

Ég á heima þarna en get ekki útskýrt þetta.

Tómas Þóroddsson, 17.4.2007 kl. 17:50

3 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Þá var Árni Matthísen ekki síður lélegur sjávarútvegsráðherra, en í því embætti gengdi hann fyrst og fremst, ef ekki eingöngu, hlutverki strengjabrúðu LÍÚgengisins. Hinn Árnann ætti varla að þurfa að ræða, nema í samhengi við hugsanagang þeirra sunnlendinga sem geta hugsað sér að ljá lista með hann í öðru sæti atkvæði sitt.

Jóhannes Ragnarsson, 17.4.2007 kl. 17:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband