Leita í fréttum mbl.is

Afleitur talsmaður VG - hvað á svona fíflagangur eiginlega að þýða?

Ég er satt að segja ekki undrandi á einlægum vilja Egils Helgasonar til að fá Sóleyju nokkra Tómasdóttur, ritara VG, í þáttinn hjá sér. Það dylst víst engum, sem fylgst hefur með, að Egill er fremur lítill velgjörðarmaður VG og hann veit sem er að VG er enginn greiði gerður með því að draga Sóleyju fram í dagsljósið. Sóley þessi er einkum þekkt fyrir öfgafullar femínískar skoðanir sem eru bæði einstrengingslegar og hlandvitlausar og til þess fallnar að fæla fólk frá VG. Í þeim tveimur Silfrum Egils sem ég hef séð þessa ungu konu, minnir hún mig mest á heimtufrekan og ofdekraðan krakka - því miður. Mér er líka spurn hvernig á því stendur að Sóley er eins hátt skrifuð í VG eins og raun ber vitni, ég hef nefnilega ekkert séð eða heyrt til hennar sem réttlætir slíkt.

Í þættinum hjá Agli áðan kom Sóley áberandi verst út úr umræðunni, lét sér nægja að tala í frösum en gat engu svarað á sannfærandi hátt sem til hennar var beint. Ef kosningabarátta VG á að fara fram í þessum dúr mun fylgi þeirra í skoðannakönnunum undafarnar vikur étast niður fyrir 10-12 prósent þegar kjördagurinn rennur upp.

Sem einn af viðstöddum við stofnun VG á sínum tíma, skammast ég mér niður í tær þegar ég verð vitni að málflutningi talsmanna flokksins á borð við Sóleyju Tómasdóttur, sem því miður eru orðnir allt of fyrirferðarmiklir í þessum þjakaða stjórnmálaflokki.   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haukur Nikulásson

Skil þig Jói, sem betur þarf ég ekkert að skammast mín fyrir hana.

Haukur Nikulásson, 22.4.2007 kl. 14:46

2 Smámynd: Haukur Nikulásson

Skil þig Jói, sem betur þarf ég ekkert að skammast mín fyrir hana.

Haukur Nikulásson, 22.4.2007 kl. 14:46

3 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Við hverju  er að búast frá afdönkuðum sósíalistum og vinstrisinnuðum róttæklingum? Hvenær hefur eitthvað af viti komið frá þeim? 

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 22.4.2007 kl. 15:31

4 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Svona, svona Gvendur minn, stilltu þig nú gæðingur, þó illa gangi hjá Framsókninni.

Jóhannes Ragnarsson, 22.4.2007 kl. 15:39

5 Smámynd: Örvar Þór Kristjánsson

Heyr,heyr...

Hún Sóley er öfgafull og hlandvitlaus eins og þú segir. Á meðan VG bjóða uppá slíka eðal konfektmola er voðinn vís....

Örvar Þór Kristjánsson, 22.4.2007 kl. 22:34

6 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Ég tek undir hvert orð hjá þér Jóhannes, sá þessa stúlku öðru sinni í Silfrinu í dag og hún var hörmung. Hinsvegar hef ég séð skoðanasystur og bræður einhverja hrósa henni í hástert fyrir frammistöðuna. Held hún þurfi ekki á óvinum að halda, vinirnir sjá um málið....

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 23.4.2007 kl. 00:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband