Leita í fréttum mbl.is

Af siðblindum ketti og illum örlögum meindýraeyðisins

cat3.jpgKötturinn Láfa, eign Máríu Borgargagns, dregur dám af eiganda sínum. Hún er drykkfelld, lauslát, árásargjörn og að öllu leyti siðblind. Þetta andstyggilega kattakvikindi smýgur eins og hrökkáll innum opna glugga í óviðkomandi húsum og étur þar allt sem tönn á festir. Ennfremur gerir það stykkin sín, alveg eins og erlendur túristi, á stofugólf ókunnugra og blómabeð utandyra sem innan. Óskjaldan hefur kattarfjandinn Láfa fellt áfengisflöskur úr hillum og af borðum og lapið sig blindfulla af vökvanum úr mölbrotinni flöskunni á gólfinu, enda hefir eigandi hennar, Máría Borgargagn, vanið hana á áfengisnautn.

Og eins og öðrum andstyggilegum köttum sæmir hefir Láfa drepið aragrúa af fuglum af mörgum tegundum. Og í íbúð nokkurri sem hún smó inní, gerði hún sér lítið fyrir og nauðgaði heimilishundinum þar á bæ, litlum silkiterríer, Neró að nafni.

Eigendu Nerós tóku svívirðu Láfu við hann óstinnt upp og siguðu meindýraeyðinum á hana. Það dró dilk á eftir sér fyrir meindýraeyðirinn, þennan væna mann, sem í aungvu mátti vamm sitt vita. Máría Borgargagn kom sem sé að meindýraeyðinum þar sem hann var að miða byssu sinni á ójafnaðarköttin Láfu. Skipti og engum togum, að Máría Borgargagn afvopnaði manninn á svipstundu og lét hann afklæðast undir gapandi byssukjafti og hótaði að skjóta af honum hausinn ef hann tæki ekki á sprett fram og aftur um strætið. Þetta fór alveg með meindýraeyðirinn, hann missti mannorðið, sveindómur hans beið hnekki og loks var hann lokaður inní einsmannsklefa á vitlausraspítalanum.

Neró náði sér aldrei eftir þetta fáheyrða ofbeldisverk sem framið var á honum. Hann veslaðist upp í óyndi og dýralæknirinn veitti honum að lokum lausnina með snarpri eitursprautu.


mbl.is Kettirnir í miðbænum „auðveld skotmörk“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Ha ha ha ha smile...

Níels A. Ársælsson., 2.8.2015 kl. 00:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband