Leita í fréttum mbl.is

Gamli Pétur Þríhross og nútíma sósíalismi innblásinn af dekodeísku fjármálaviti

aunoktl.jpgPétur Pálsson Þríhross, framkvæmdastjóri í Sviðinsvík, kvaðst líka vera sósíalisti. Þeir sem lesið hafa Heimsljós gera sér væntanlega grein fyrir hverskonar sósíalisti Pétur Þríhross var. Þrátt fyrir að nokkuð sé liðið frá því Heimsljós kom út, lifir Þríhrossið góðu lífi enn þann dag í dag - allt of góðu lífi mundi margur segja - í vítt og breitt um svokallað atvinnulíf.
 
Eitt af þessum þríhrossum er Kári nokkur Stefánsson, sem ekki fyrir allmörgum árum gerði opinberlega gys af föður sínum, sem var alvörusósíalisti, fyrir að hafa stundað heimskulega pólitík í litlum skítaflokki. Gamli Pétur Þríhross í Heimsljósi starfrækti,ásamt með öðru, Sálvísindafélagið á Sviðinsvík, sem gerði út á annað líf og hymmnaríkisvist með aðstoð miðils, en þríhrossið Kári gerir út á annað líf með erfðagreiningarsjónhverfingum með aðstoð annarra þríhrossa og decodeísku fjármálaviti.

Þegar auðvaldspjakkar með þríhrossheilkenni taka til við að auglýsa takmarkalausa góðmennsku, manngæsku og sósíalisma í áróðurssneplum auðvaldsins, er tímabært að staldra við og fara að öllu með gát, einfaldlega vegna þess, að vont er þeirra ranglæti en verra er samt þeirra réttlæti.


mbl.is „Sósíalisti“ útþynnt hugtak í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband