Leita í fréttum mbl.is

Slysfarir Máríu á blábrún Esjufjallgarðs

ingv3.jpgÞað muna víst flestir, sem á annað borð hafa minni, eftir því þegar Máría Borgargagn var borin ofan af Esju og færð inní sjúkrabíl, sem henni var ekið í uppað Landspítalanum við Hringbraut. Var sjúkraflutningamönnunum tilkynnt, að Máría væri hvort tveggja í senn, afar veik og stórslösuð.

Þegar komið var að Landspítalanum, sté Borgargagnið alheilt uppaf sjúkrabörunum og hljóp beint inná næstu knæpu og fékk sér vel útilátna hressingu, sem bæði kom heilsu hennar og hægðum í fullkomið jafnvægi. En sjúkraflutningamennirnir sátu eftir með sárt ennið og bölvuðu hinum brotthlaupna sjúklingi í sand og ösku og sóru við skeggrót Gjeirs Hoordý og Ingbjargar Sólrúnar, að hjúkra aldrei aftur kérlíngum af Esjutindum.

Sannleikurinn var sá, að Máría Borgargagn hafði árla morguns gengið á Esju með vel völdum vinum sínum. Þegar uppá fjallið var komið gerðist Máría svo ölmóð, að hún féll í trans. Hringdu á vinir hennar, sem áttu allir það sameiginlega að vera afar lítið læknisfróðir, á sjúkrabíl og tilkynntu um fárveika og stórslasaða konu á blábrún Esjufjallgarðsins og væri úr vöndu að ráða, ef hún ætti lífi að halda. Staðsetningin var ekki allnákvæm og máttu sjúkraflutningamenn leita býsna lengi að hinni dauðvona konu, sem var ekki veikari og meiddari en svo, þegar til kastanna kom, en að hún var næstum alheil orðin þegar dyrum sjúkrabifreiðarinnar var hrundið upp við spítalann og hljóp beinustu leið í næsta afrétting.  


mbl.is Báru slasaða konu niður af Esju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Jóhannes. Er þetta myndafrásögn af íslensku þjóðinni, sem fór ekki öll fram af snjóhengjubrúnni hérna um árið 2007? En íslenska þjóðin er semsagt orðin allhress núna nokkrum árum síðar, og tilbúin í aðra fjall-dala-ferð, með banka-gulldrengjum nýrra og "betri" hagnaðarbanka-tíma?

Og núverandi aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands fer bara í sömu gömlu drulluhjólförin, sem hafa verið gagnrýnd af valda-embættis-stjórnsýslunni eilífðarráðnu og óumbreytanlegu? Eða hvað?

Amen.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 24.8.2015 kl. 00:31

2 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Mér sýnist að íslenska þjóðin sé tilbúin í hvað sem er núna, líka annað bankahrun.

Jóhannes Ragnarsson, 24.8.2015 kl. 08:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband