Leita í fréttum mbl.is

Völundur og kona hans

ingv32.jpgVölundur, bróðir frú Ingveldar, henti það ólán á lífsleiðinni að kvænast grimmri konu og óskammfeilinni, sem auk þess er talsvert eldri en bóndi hennar. Hér fyrr á árum, barðist frú Ingveldur nokkrum sinnum við svarkinn mágkonu sína og þóktu það fremur hrottafengnar aðfarir og ekki til nokkurrar fyrirmyndar. Einhverju sinni sló mágkonan frú Ingveldi útí horn og lá hún þar talsverða stund í aungviti. Frú Ingveldur hefndi þerrara ófara með því að laumast aftan að Völundi bróður sínum og lauma múrsteini í hnakkann á honum. Féll þar Völundur í valinn og var borinn í brott af góðgjörnum mönnum, sem létu gera að sárum hans hjá lækni.

Og til að kvitta endnalega fyrir sig, orkti frú Ingveldur eina snotra vísu, sem hún tileinkaði bróður sínum og mágkonu:

Völundur með visinn púng
veltir sér á bakið.
Konan hans er ekki úng
og átti að fara í lakið.

Hefir verið fátt með þeim frú Ingveldi eftir þessa atburði og ætti svo sem aungann að undra.


mbl.is Benjamín við góða heilsu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband