Leita í fréttum mbl.is

Kosningastjórn VG í klessu?

Þessa daganna er flatneskjuleg og kraftlaus kosningabarátta VG mér töluvert umhugsunarefni. Auglýsingar flokksins í fjölmiðlum eru undarlega litlausar, að maður segi ekki ufirborðskenndar og það svo að maður hristir höfuðið í hvert skipti sem þær bera fyrir augu. Því miður virðist það vera þannig að langöflugustu talsmenn VG, Ögmundur og Steingrímur J. hverfa mikið niður í flatneskjusvað flokksins þegar þingi lýkur og út í kosningabáráttu er komið. Þetta gerðist líka fyrir síðustu alþingiskosningar með eftirminnilegum hætti og ég hélt í einfeldni minni að þessháttar yrði ekki látið gerast aftur. En annað hefur komið á daginn, og flokkurinn hríðfellur í skoðannakönnunum dag frá degi.

Þá hefur það sem ég hef séð til og heyrt af kosningastjórn VG valdið mér nokkrum heilabrotum, vægast sagt. Á höfuðborgarsvæðinu er ein sameiginleg kosningastjórn, með Svandísi Svavarsdóttur í broddi fylkingar, sem skipuleggur ferðalög frambjóðenda í kjördæmunum þremur. Hvernig stendur t.d. á því að efstu frambjóðendum í Suðvesturkjördæmi, Ögmundi Jónassyni og Guðfríði Lilju Grétarsdóttur, er í gríð og erg beint á vinnustaðafundi og aðrar uppákomur í Reykjavík en ekki í sitt kjördæmi? Þessi einkennilegheit eru orðin umtöluð meðal flokksmanna í SV-kjördæmi og farin að valda þeim áhyggjum og óánægju. Getur það virkilega verið að fulltrúar flokkseigendaelítunnar í kosningastjórninni fari svona að, vitandi vits, til að halda Ögmundi og Guðfríði Lilju sem mest frá kjördæminu þar sem þau eru í framboði? - ef svo er, hver þá tilgangurinn?. Ég er þar með ekki að fullyrða eitt eðaneitt í þessum efnum, en svona líta hlutirnir einfaldlega út í augum leikmanns. Ef þetta er raunveruleikinn, þó ekki væri nema að hálfu leyti, þá er mikið að í flokki VG og því ekki nema eðlilegt að skoðanakannanir telji hann niður fram á kjördag..   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Er ekki bara málið að kjósendur eru farnir að átta sig á fyrir havð Vinstri-
grænir raunverulega standa? Sósíaliskt afturhald og forræðishyggju.
Hvort tveggna algjör tímaskekkja á 21 öldinni!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 6.5.2007 kl. 17:12

2 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Ég er ekki viss um að kjósendur líti almennt á málið eins og þú Guðmundur minn. Það sem ég heyri og skynja kringum mig þessa dagana varðandi VG eru aumingjalegar auglýsingar flokksins og flatneskjuleg kosningabarátta sem virðis fæla frá. Síðan koma önnur atrið, mikilvæg, sem ég ætla að doka aðeins við með að ræða. 

Jóhannes Ragnarsson, 6.5.2007 kl. 17:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband