Leita í fréttum mbl.is

Er Samfylkingin að skríða uppí til Íhaldsins?

Mikið andskoti er ég hræddur um að Samfylkingin sé um það bil að skríða upp í bælið hjá Sjálfstæðisflokknum, sé jafnvel komin með annann fótinn undir sængina. Auðvitað reyna talsmenn Samfylkingarinn eftir föngum að afneita þessari kenningu svona rétt á meðan þeir eru að safna atkvæðum fyrir kjördag. Í Silfri Egils í gær var ekki annað að heyra á Sigurði Kára Kristjánssni en að ríkissjórn þessara flokka kæmi vel til greina, og það var ódulið eggjahljóð í stráknum!

Í framhaldi af þessu er rétt að minna á, að fyrir sextán árum hljóp Alþýðuflokkurinn úr félagshyggjustjórn í fangið á Davíð Oddsyni og lagði grunninn að löngum ferli hans á forsætisráðherrastóli. Um tilurð þeirrar stjórnar sagði Össur Skarphéðinsson á opnum fundi í Ólafsvík fyrir nokkrum dögum, að hann hefði fyrst nú í vetur komist að því að búið hefði verið að mynda þá ríkisstjórn á leynifundum úti í bæ löngu fyrir kjördag 1991, og bætti við ,að þar hefðu fjórir kratahöfðingjar verið að verki án þess aðrir flokksfélagar þeirra hefðu hugmynd um.

Ég verð að játa, að ég sé svosem fátt sem getur komið í veg fyrir að kratasagan frá 1991 endurtaki sig ekk vorið 2007, nema ef vera skyldi að Samfylking og VG næðu hreinum meirihluta á Alþingi. Og þó svo að VG og Samfylking næðu meirihluta, er hætt við að lokrekkja Íhaldsins freisti margra í Samfylkingunni.  


mbl.is Samfylking og Sjálfstæðisflokkur bæta við sig fylgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eggert Hjelm Herbertsson

Jói, ég held að það gæti gerst að annað hvort VG eða Samfylking fari með íhaldinu nái þessir flokkar ekki styrk. Þess vegna er mjög mikilvægt að Samfylkingin nái styrk á Alþingi, 3 menn í NV og NA munu fella ríkisstjórnina. Það munaði litlu síðast og það mun takast núna.

Eggert Hjelm Herbertsson, 8.5.2007 kl. 07:21

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Jamm við viljum líka koma við sögu, en ekki sem hækja íhaldsins, heldur sem einn af þrem stjórnarflokkum eftir kosningar.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.5.2007 kl. 10:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband