Leita í fréttum mbl.is

Samvinna og samvinnuhreyfing gömlu Framsóknarmaddömunnar

frams.jpgÞeim linnir seint hryðjuverkaárásunum á hendur einhverjum bestu húskarla gömlu Framsóknarmaddömunnar. Ef fram fer sem horfir, þá munu þessir vænu drengir þurfa að eyða því sem eftir er ævinnar á Kvíbryggju, og jafnvel á Hrauninu, þó þeir verði 200 ára eða 300 ára. Engu virðist breyta þótt drengirnir hafi marglýst yfir sakleysi sínu og að þeir hafi ekki aðhafst neitt í péééníííngamálum er varðar við lög. Það er ekki einusinni hlustað á þá, heldur eru þeir dæmdir trekk í trekk í svo og svo langa fangelsisvist í hverju málinu af öðrum. Miðað við atganginn í dómssölum, má ætla að þeir sem þar ríða röftum ætli sér staðfastlega að koma síbrotamannsstimpli á framsóknardrengina frá Kaupþingum, fremja stórkostlegt réttarmorð á þeim og loka þá frá eilífð til eilífðar inni í hrútastíum fangelsanna.

Gamla Framsóknarmaddaman hefir marglýst því yfir í sinn hóp, uppúr körinni og heilsuleysinu, að fáir skilji þær hömungar, sem drengirnir hennar ganga í gegnum og enn færri skilji að þeir séu algjörlega saklausir menn. Maddaman heldur því nefnilega fram, að rán sé ekki sama og rán, og umboðssvik ekki sama og umboðssvik; það sem skipti alltaf mestu máli sé hver á í hlut hverju sinni og hennar hjartkæru húskarlar og griðkur séu ekki hvaða fólk sem er.

En gamla Framsóknarmaddaman getur trútt um talað, man tímana tvenna og er eldri en tvævetur. Henni tókst, þá fjós hennar reis hvað hæst, að gera saklausa og vel meinta samvinnuhreyfingu að ágætum glæpasamtökum, sem hún síðar rændi með allri áhöfn í fyllingu tímans. Þá samvinnuhreyfingin var dauð og brottræk gjör úr Framsóknarfjósinu, tilkynnti Maddaman húskörlum sínum og vinnukonum, að hér eftir þýddu orðin samvinna og samvinnuhreyfing það að hennar hjú ættu að vinna saman að einkagróða þeirra sjáfra, féflettingum, arðráni, gjaldmælagjöfum, okri og grófri spillingu á mafíuleveli. Svo mörg vóru þau orð.


mbl.is Styttist í aðalmeðferð Chesterfield-máls
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband