Leita í fréttum mbl.is

Hið öfluga mótvægi við Sjálfstæðisflokkinn!!!

Á sínum tíma var því haldi fram að eitt af helstu markmiðunum með stofnun Samfylkingarinnar væri að skapa öflugt mótvægi við Sjálfstæðisflokkinn. Nú virðist svo komið, að mótvægið er ekki öflugra en svo, að vel virðist koma til greina af hálfu Samfylkingarinnar að stofna til ríkisstjórnar með þessum sama Sjálfstæðisflokki. Öðruvísi er ekki hægt að skilja kurteisislegt vinarþelið á milli Ingibjargar Sólrúnar og Geirs Haarde sem við urðum vitni að í sjónvarpinu í kvöld. Ef að slíkri stjórn verður skulu menn ekki ganga að því gruflandi að þessháttar fyrirbæri verður fráleitt skárra en FramsókanarÍhaldið sem við höfum orðið að þola síðastliðin tólf ár.

Það er því full ástæða fyrir fólk að fara vel að ráði sínu í kjörklefanum á morgun.  

 


mbl.is Steingrímur: forsætisráðherra hreytir ónotum í kjósendur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Pétur Tyrfingsson

...og kjósa hvað félagi?

Pétur Tyrfingsson, 11.5.2007 kl. 22:55

2 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Nú, ég hef verið félagi í VG frá því sá flokkur var stofnaður svo það liggur beinast við hjá mér að greiða þeim flokki atkvæði mitt. Hitt er svo annað mál, að ég hef eitt og annað við þennan flokk minn að athuga, sem ég er ekki allsendis ánægður með. Reyndar var ég á tímabili í vafa um hvað ég ætti að gera í kjörklefanum, en komst um síðir að málamiðlun við sjálfan mig um að kjósa VG, en beita útstrikunaraðferðinni á þrjá einstaklinga ofarlega á listanum sem ég kæri mig ekki um að sjá þar. 

Jóhannes Ragnarsson, 11.5.2007 kl. 23:14

3 identicon

Heill og sæll, Jóhannes; líka sem Pétur !

Fjandinn hafi það, piltar;; ykkur ætti ekki að verða skotaskuld úr, að koma heim í hlað hins ágæta Frjálslynda flokks; með fullri sæmd. Verð að viðurkenna Jóhannes, að sýn þín, á stjórnmálin; hér á Íslandi er mjög svo dimm, og ekki að ófyrirsynju. Kratar hafa svo sem löngum verið hin mestu ólíkindatól. Vonum samt, það bezta.

Með beztu kveðjum, úr Árnesþingi / Óskar Helgi Helgason  

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 12.5.2007 kl. 00:51

4 Smámynd: Eggert Hjelm Herbertsson

Jói, Samfylkingin er eina rökrétta leiðin til að mæta ójöfnuði í samfélaginu. Það eru ekki meiri líkur á að Samfylkingin fari í stjórn með íhaldinu en VG.

Útstrikanir skipta engu máli. Með því að kjósa Samfylkinguna áttu möguleika á að gera Sturlu Böðvarsson að 2. þingmanni kjördæmissins, það eitt væri mikill sigur.

Eggert Hjelm Herbertsson, 12.5.2007 kl. 07:57

5 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Og ætlarðu að láta Bubba Kóng komasr upp með að draga þig á kjörstað Aron? Viltu ekki frekar að ég komi og dragi þig öfugan á löppunum út í skóla? Það væri að minnsta kosti laglegri stíll yfir því en að láta Kónginn skröltast með sig á Zetornum alla þessa vegalengd.

Jóhannes Ragnarsson, 12.5.2007 kl. 13:46

6 Smámynd: Eggert Hjelm Herbertsson

Það vantar bara herslumuninn að við gerum Sturlu að 2. Þingmanni kjördæmissins og þá ekki ráðherra........tryggjum það.

Eggert Hjelm Herbertsson, 12.5.2007 kl. 17:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband