Leita í fréttum mbl.is

Íhaldið, kostnaðarvitundin og Samfylkingin.

Við skulum vona að höfuðmissir risans hafi forspárlegt gildi og boði gott. Máske missa fleiri risar höfuðið hérlendis næsta sólarhringinn, eins og t.d. ríkisstjórnarflagðið okkar. Það yrði þá risaandlát en ekki risaskaði. Nú er bara að vona, að í staðinn fyrir FramsóknarÍhaldsstjórnina fáum við ekki SamfylkingarÍhaldsstjórn því þessháttar stjórn væri meir en líkleg að leggja góða áherslu á að efla kostnaðarvitund landsmanna, ekki síst kostnaðarvitund sjúklinga, öryrkja, gamalmenna, skólabarna og svo framvegis. Mér er enn í fersku minni þegar samfylkingarmaðurinn Sighvatur Björgvinsson var heilbrigðisráðherra. Þeim góða ,,sósíaldémókrat" var mjög í mun að efla kostnaðarvitund sjúklinga og fylgdi þeirri hugsjón eftir með því að skella ,,komugjöldum" á sjúklinga og stórhækka verð á lyfjum til þeirra sem gerðust svo ósvífnir að verða veikir eða missa jafnvel heilsuna. Fyrir mína parta hafna ég þessháttar ,,jafnaðarstjórn".
mbl.is Risinn missti höfuðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórdís Bára Hannesdóttir

Já en ekki dæma Samfylkinguna allt eftir Sighvati, hann er nú eins og hann er og er hættur, sem betur fer.  Ingibjörg Sólrún er maður dagsins og morgundagsins.

Þórdís Bára Hannesdóttir, 13.5.2007 kl. 18:34

2 Smámynd: Brynja Hjaltadóttir

Það mættu hinir ýmsu risar missa höfuðið segi ég nú bara

Brynja Hjaltadóttir, 13.5.2007 kl. 23:30

3 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Gera bara blóðuga byltingu.

Svava frá Strandbergi , 15.5.2007 kl. 01:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband