Leita í fréttum mbl.is

Sjáum nú til ...

rev7Sjáum nú til: Tveir yfirstéttargrísir með silfurskeiðarnar lafandi útúr munnvikjunum að láta ljós sitt skína um verföll og launakjör. Og niðurstaða þeirrar umræðu alveg eftir gömlu góðu auðvaldsbókinni; ef launaskríllinn knýr fram launahækkanir með verkfalli, þá hóta auðvaldstittirnir að keyra upp verðbólgu og efna til efnahagslegs óstöðugleika.

Nú síðast eru Bjarni og hans líkar farnir að tala um einhvern andskotann, sem þeir kalla ,,nýtt vinnustaðamódel", sem að sjálfsögðu er einhver hrossalækning á forsendum auðvalds og arðræningju. Því miður er hætt við að allt of margir verkalýðsforstjórar bíti á agnið, af sínum alkunna sleikjuskap við auðvaldið og lágkúrlegri lítilmennsku sinni.

Það er aleins eitt svar við þessum gráðuga og peníngasjúka leikaraskap auðvaldsins: Að steypa auðvaldinu af stóli og banna glæpasamtök þeirra með lögum með gjörbyltingu. Vel að merkja, sósíalískri byltingu, því annar farvegur er hvorki nothæfur né boðlegur.


mbl.is Þegar búin að fara fram yfir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband