Leita í fréttum mbl.is

Leiðrétting á frétt um nautgripinn Skugga

xb4_1233509.jpgEkki veit ég fremur en aðrir, af hverju þeir á mbl.is eru að skrökva þessari historíu upp nautið Skugga. Skuggi strauk svo aldeilis ekki að heiman, heldur fór hann með vitund og vilja húsbónda síns á fagnaðarskrall landsfundarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, en þar fann hann ýmis önnur naut í fjöru, en þó hélt hann sig meira við kýrnar, einkum kvígurnar, sem litu hann allar hýru auga.

Þegar Skuggi hafði stangað nokkra flokksbræður sína um koll og traðkað ofurlítið á þeim, þá leiddi frú Ingveldur hann inná kvennaklósett. Útaf kvennasalerninu kom hann glaður og reifur, en frú Ingveldur varð eftir því hún gat með engu móti fundið nærbuxurnar sínar (Skuggi gerði sér nefnilega lítið fyrir og át þær, en liggur nú á bás sínum og jórtrar þær glaður og hamingjusamur).

Því miður var Máría Borgargagn ekki á landsfundarskralli sjálfstæðistuddanna, því hún er framsóknarkona, og missti því af að eiga náin kynni að griðungnum Skugga. En það kemur ekki að sök, þar eð nóg er af nautgripum beggja kynja í Framsóknarfjósinu.


mbl.is Naut á vappi við Reykjanesbraut
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband