Leita í fréttum mbl.is

Hinn sérstaki gáfumanna- og heilagleikasvipur rasistastóðsins

Pissað á SaddamEkki veit ég hvernig á því stendur, en ég get heirnlega ekki varist þeirri tilfinngu, að rasistarnir, nasistarnir og fasistarnir séu þeir einu sem eru harla glaðir yfir djöfulskapnum í París í gærkvöldi. Þessir sjálfskipuðu fulltrúar heimsku og mannfjandskapar hafa nú sett upp sérstakan gáfumanna og heilagleika svip og tala um að nú verði að standa vörð um ,,frelsi" og ,,vestræn gildi" án þess þó að minnast einu orði á í hverju þetta frelsi og þessi vestrænu gildi eru fólgin. Í mínum eyrum hljómar þessi skinhelgi og vandlæting því, að nú eigi, sem aldrei fyrr, að verja græðgi, yfirgang, óréttlæti og ójöfnuð, sem þessi ofurfrjálsu vestrænu gildi standa fyrst og fremst fyrir.

Þegar illmenni samtakanna, sem kennd eru við Ríki islam, tala um þessa ,,blessuðu árás" þá hugsa rasistarnir, nasistarnir og fasistarnir á Vestulöndum nákvæmlega það sama í hjörtum sínum, því að í heimsku sinni elska þeir öll ódæðisverk, sem þeir telja að réttlæti mannhatur þeirra og tilefni til árása á ,,aðra kynþætti" og ,,aðra menningu", sem þeir svo kalla. Þessar dreggjar mannkyns telja sig og sitt hugarfar og breytin hátind menningarinnar í heiminum, þrátt fyrir að umrædd hámenning standi á ekki merkilegri grunni en ágirnd, grægi, auðvaldi, arðráni og áunni heimsku.

Frú Ingveldur og Kolbeinn glöddust ákaflega í gærkveldi þegar þau fréttu gegnum ölvímuna um illvirkin í París. Þau töluðu sig uppí sjóðhita yfir glæpum muslima, negra, kynvillinga og aumingja, og telja tímabært, að nú láti frelsistákn Vesturlanda, NATO, ráðist af fullu afli og með öllum tilteknum vopnum á siðlausu hálfmennin í Araba- og muslimalöndumum og eiri aungvu fyrr en síðasta kvikindið af því taginu liggi steikt og sundursprengt í valnum.


mbl.is Ríki íslam lýsir yfir ábyrgð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband