Leita í fréttum mbl.is

Sérlega traustvekjandi ţegar kapítalíska loddarakađrakiđ fer á lóđarí

xv2.jpgŢađ verđur ađ telja sérlega trúlegt og traustvekjandi ţegar kapítalistarnir í stjórnarandstöđunni plampa í sameiningu upp međ breytingartillögur viđ fjárlög kapítalistanna í ríkisstjórninni. Ţetta undursamlega loddaratrikk er auđvitađ vel ţekkt hjá undirmálskvikindum í stétt lélegra sjónhverfingafúskara og trúđfífla. Auk ţess fer sjórnarandstöđuliđinu herfilega illa ađ reyna ađ skíta í súpuna hjá Framsóknaríhaldinu, ţví ţađ meinar vitaskuld ekkert međ ţessum góđgerđaleiksýningu sinni, ţađ vita allir sem á annađ borđ vilja vita.

Hinsvegar er brýn nauđsyn á ađ sameina flokkaklíkur stjórnarandstöđunnar á einn stađ og eyđa ţeim eins og hvimleiđum pöddum, svona í líkingu viđ ţađ ţegar síra Snorri á Húsafelli safnađi púkastóđi, sendingum og öđru draugamori í Borgarfirđi saman í túnfótinn hjá sér og kom ţeim fyrir undir stórum steini í horni fjárréttarinnar á stađnum. 

Kolbeinn Kolbeinsson, sem er allt í senn skrifstofustjóri framsóknarmađur og djúphugsuđur, segir, ađ affarasćlast vćri ađ stjórnarandstöđuflokkarnir sameinuđust Framsóknarflokknum svo úr yrđi stór og voldug glćpaklíka sem ćtti í fullu tré viđ bófaklíkuna sem kennir sig viđ sjálfstćđi og segjast vera í forsvari fyrir frelsi og lýđrćđi landinu. Kolbeinn segir, ađ slík sameining myndi auk ţess frelsa sósíalista landsins frá ţví ađ burđast međ loddarakađrak stjórnarandstöđunnar í farteskinu ţannig ađ ţeir gćtu snúiđ sér ađ alvöru sósíalisma án ţess ađ brunnmígar Smafylkingar, VG, Pírata og Björtu framtíđarinnar hans Gvöndar séu sífellt og endranćr ađ koma óorđi á stjórnmálastefnu sósíalista.


mbl.is 16 milljarđar út, 17 milljarđar inn
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband