Leita í fréttum mbl.is

Hefir meiri áhuga á að vinna skemmdarverk á samfélaginu, helst óbætanleg

cap5.jpgÞað vita flestir sem vilja á annað borð vita að núverandi hæstvitrtur menntamálaráðherra, Íllugi Gunnarsson, hefur engann áhuga á menntamálum og hefir aldrei haft. Hinsvegar virðist þessi veslings ráðherra hafa þeim mun meiri áhuga á að vinna skemmdarverka á samfélaginu, helst óbætanleg, með einkavæðingarbraski. Það er sem sé fjallgrimm vissa Ílluga að best sé að fela Hjallastenunni og öðrum menntafúskurum af sama tagi að koma samfélagslegareknu menntakerfi fyrir kattarnef á sama hátt og hann, Bjarni Ben og Stjáni Júl bíða í ofvæni eftir að færa Ásdísi Höllu heilbrigðiskerfið.

Og auðvitað ætla húskarlar og griðkonur gömlu Framsóknarmaddömunnar að sigla einkavæðingarskútunni til hafnar með Ílluga og Bjarna og selja í leiðinni, eða öllu heldur gefa frændum og sínum og vinum, hlut ríkisins í fjármálastofnunum. Þetta er að vísu hugsjón við hæfi lágmenningardrjóla auðvaldsins sem hvergi kunna betur við sig en í haughúsum peningahyggjunnar, græðginnar og ójafnaðarins. En það er svo sem ekkert nýtt þó skrípakallar og kellingar Framsóknarmaddömunnar flaðri eins og lúsug hundstík fyrir húsbændum sínum á höfuðbóli auðvaldsins; það sama gera krataskiturnar líka hvenær sem það er í boði skríða fyrir harðsvíruðust péníngahyggjuöflunum.

En þó að núverandi ríkisstjórn standi fyrir fátt annað en aukna ómenningu, yfirgang péníngaperverta, glæpi gegn alþýðu og forheimskunarvæðingu þá eru hjónin frú Ingveldur og Kolbeinn Kolbeinsson skrifstofustjóri og framsóknarmaður hæst ánægð með ríkisstjórnina og minnast hennar undantekningarlaust í borðbænum sínum áður en þau leggja steikina og rauðvínið sér til munns. Enda hefir frú Ingveldur lofað auðvaldsgyðjurnar Margréti Pálu og Ásdísi Höllu auk ríkistjórnarinnar í aðventuhugvekjum í kirkjum landsins og í fyrirlestrum á menningarkvöldum Heimdalls fyrir að þær ætli að frelsa þjóðina frá því að reka heilbrigðis- og menntkerfi, því soleiðis auðlindum sé best borgið í braskaraklóm fjárfesta og annarra einstaklinga sem kunna að kaupa og selja auðlindir.


mbl.is Hið opinbera fann upp kjarnorkusprengju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband