Leita í fréttum mbl.is

Baldur ađ Bessastöđum ađ ţví tilskyldu ađ ...

sveit.jpgAuđvitađ vćri verulega skćslegt ađ fá blessađan öđlinginn hann Baldur Ţórhallsson á Bessastađi, ađ ţví tilskyldu ađ ţar sé rekinn voldugur og ţjóđlegur búskapur. Ţađ vćri ekki minna en dásamlegt fyrir höfuđborgarbúa, sem og ađra landsmenn, ađ taka sér lystitúr útá Álftanes um helgar og sjá hinn vaska ESB-pilt úr háskólanum stunda gegningar ađ vetrum, dreifa tađi um velli, slóđadraga eđa berja tađiđ međ kláru ađ vori og sveifla orfi og ljá eins dansmćr um hásláttinn. Ađ hausti tćki svo viđ smalamennska, réttir og heimaslátrun ásamt sláturgerđ og blóđpönnukökum. Ţá vćri Baldur trúbođi orđinn ţjóđlegur framsóknarkrati međ tóbaksdósir og neftóbaksklút uppá vasann.

Eflaust vćri auđvelt ađ selja ferđamönnum ađgang ađ ţví ađ sjá ,,stjórnmálafrćđinginn" sem breyttist í einagrađan bóndadurg utan ESB og alls heimsins mjalta kýr uppá gamla mátann, hleypa til ánna á ađventunni, sparka hćnsnunum af eggjunum í hćnsnakofanum eđa leiđa yxna kú undir griđunginn. Hinsvegar er ómögulega ađ segja hvađ gćti orđiđ um hann Felix ef Baldur gerist húskarl og smali ađ Bessastöđum međ öllum ţeim flórmokstri og hlaupum eftir rolluskjátum sem ţeirri vegsemd heyrir til. Felix er óttalega óbóndalegur og hćtt viđ ađ blessađar skepnurnar verđi sturlađar af hrćđslu ef Baldur fćri međ hann međ sér í fjós og fjárhús.

Svo fer velferđ Baldurs og Felixar auđvitađ mikiđ eftir ţví hver verđur húsbóndi ađ Bessastöđum eftir ađ félagi Ólafur Ragnar bregđur ţar búi. Nú ku Framsóknarmenn og Sjálfstćđishetjur leita dyrum og dyngjum ađ hćfilegri persónu til ađ stýra búi og ţá vćntanlega Baldri húskarli ađ Bessastöđum. Leit ţessi gengur ađ vonum illa ţví ađ bćđi er ađ framsóknar- og íhaldsjálkar eru einkar illa búmannlega vaxnir nú til dags og ţá er ekki síđur til trafala ađ ţeir hafa leiđindaorđ á sér fyrir bánkarán og ađrar ófélegar tiltektir. Er örvćntingin orđin svo mikil í leitarflokknum ađ ţegar leitarmenn eru drukknir tala ţeir fullum fetum um ađ vekja löngu liđnar sjálfstćđishetjur uppúr gröfum sínum međ forsetaframbođ í huga; eru ţar ekki minni persónur nefndar til sögunnar en byskubbarnir Brynjólfur Sveinsson og Jón Vídalín ásamt ţeim Gretti Ásmundarsyni, Jónasi Hallgrímssyni og Njáli bónda Ţorgeirssyni ađ Bergţórhváli, en hvort nefdir heiđursmenn hafi veriđ hallir undir íhaldsframsóknarmennsku er síđan annađ mál.


mbl.is Baldur og Felix á Bessastađi?
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband