Leita í fréttum mbl.is

Skrifstofusjakalar og hagfræðidraugar hafa rænt samningsrétti launafólks

asiEf ég skil rétt þá er þetta SALEK samkomulag einungis samkomulag nokkurra auðvaldssinnaðra verkalýðsrekenda við auðvaldið þar sem óbreyttir félagsmenn stéttarfélaganna, sem þó hafa samnigsréttinn alfarið í sínum höndum, komu hvergi nærri, voru ekki spurði né virtir viðlits fremur en dauðu skordýrin í gluggakistum kontórista ASÍ. Með þessu hafa skrifstofusjakalarnir og hagfræðidraugarnir hjá ASÍ rænt verkafólk samningsréttinum, sem að er nokkuð sem aldrei má líða undir nokkrum krigumstæðum. Ef þessar subbur fá að komast upp með þetta rán er tilgangur stéttarfélaganna í uppnámi og eins gott að leggja þau niður sem fyrst.

Það er vísu haft eftir yfirsjakalanum á ASÍ kontórnum að farið verði í atkvæðagreiðslu um ,,vinnumarkaðsmódelið" sem hann er þó farinn að vinna eftir á næsta ári! Hverskonar ruddaskapur og ráðbrugg er þetta eiginlega? Er manngarmurinn galinn eða er hann einfaldlega svona ófyrirleitinn? Af hverju á andskotanum er ekki búið að fleygja þessum þrifagemlingi og hinum auðvaldssleikjunum á kontórnum úr fyrir lifandis löngu? Á fátækt erfiðisvinnufólk skilið að þurfa að halda þessum gripum uppi á margföldum launum verkafólks; það getur sem best lifað án leiðsagnar þessara leppalúða.

Og heldur yfirsjakalinn virkilega að launafólki sé það sérstakt baráttumál að auka greiðslur í lífeyrissjóðabáknið? Ef svo er þá er það mesti misskilningur hjá sjakalanum. Það hefir verið að koma æ betur í ljós á síðustu árum að ,,lífeyrissjóðirnir" atarna eru fyrst og fremst hugsaðir sem fjárfestingasjóðir fyrir hið kapítalíska hagkerfi sem allrahanda gamblarar og penigapervertar geta sótt í. Réttast væri að launafólk gerði þessa fjárfestingasjóði Andskotans upptæka notaði þá til að byggja upp mikið réttlátara samfélg en við búum við núna.


mbl.is „Sýnilegt með hærri launum í veskið“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Heyr, heyr ! Þetta er gjörsamlega glórulaust einræði, sem forkólfar ASÍ og fleiri, hafa tekið sér, án þess að spyrja kóng eða prest. Fimmtán prósent af launum mestalls verkalýðs verður síðan notað til að gambla með í lífeyrissjóðunum, af misvitrum kónum sem þar starfa. Risafrusss á þetta allt saman!

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 22.1.2016 kl. 20:14

2 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Það er kyndugt, að maður sér aldrei aðra mæla lífeyrissjóðunum bót, heldur en þá sem sjálfir eru á launum hjá þeim.

Vésteinn Valgarðsson, 26.1.2016 kl. 13:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband