Leita í fréttum mbl.is

Dularfullur vökvi í bakgrunni ...

kol2Mér er rétt sama hvort og þá hvernig Sigmundur Dávíð tala eða skrifar um konu sína eða hvort hann nefnir hana nokkurn tíma á nafn á opinberum vettvangi. Hinsvegar finnst mér hlægilegt að þetta ektavíf forsætisráðherrans skuli, eftir allt gasprið í honum um eigin þjóðerniskennd og Íslandi allt, eiga fúlgur fjár á Tortúlu á Jómfrúareyjum. Þá er myndin sem fylgir þessarri frétt á mbl. is af ráðsmannshjónum gömlu Framsóknarmaddömunnar í verulega spaugileg því að í bakgrunni hennar má sjá glasafjöld með einhverjum gullituðum vökva í á heilmiklu borði. Af lit vökvans í umræddum glösum má ætla að annaðhvort sé þarna um að gæða drykk með bræddu gulli úti eða hreinlega að þetta sé þvag, m.ö.o. hland úr einhverjum kykvendum.

Þá er sérkennileg umræða upp sprottin í þjóðfélaginu um tortólískt jómfrúarstand Sigmundar og hennar Önnu; krafist er afsagnar Sigmundar sem sagður er svo djúpt sokkinn í fjóshaug Framsóknarmaddömunnar að haugmetið sé farið að flæða uppí augun á honum; svo liggur hann á knjánum og kjökrar krókódílatárum útaf illri meðferð á sér. Meira að segja félag VG í Reykjavík, sem saman stendur einkum af Álfheiði Ingadóttur, Svavarsfjölskyldunni, Úlfari uppboðshaldara og sóleyjartrommklaninu, lét sig hafa að semja ályktum í leiðinlegum grenjuskjóðustíl þess efnis að forsætisráðherra ætti að hundskast til að segja af sér og boða til kosninga. Þessi ályktun flokkseigenda VG er þeim mun dularfyllri sem rotnunarpestin af þeim er aungu síður vond en óþverrafnykurinn sem leggur úr blessuðu Framsóknarfjósinu.

Það er ekki nema von að frú Ingveldur hafi í gær keypt 250 lítra tunnu fulla af landabruggi fyrir helgarsamkomu sína, en hún, að samt Kolbeini manni sínum, boðið öllum alþingismönnum og ráðherrum, auk annarra stórmenna þjóðskipulagsins, í veisluna, sem ráðgert að standi fram á mánudagskvöld. Ef frú Ingveldur getur ekki komið á skikk hjá þessum villulýð, þá getur það aunginn maður. 


mbl.is „Nokkur orð um eiginkonu mína“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband