Leita í fréttum mbl.is

Lögregludagbókarskáldskapur

Í dagbókinni eru dásamlegar sögur,
sem Djöfullinn af ljúfu geði kenndi.
En karlinn orkti kvæði björt og fögur
um kerlinguna sem hann að lokum brenndi.
(Höf. EOS.)

polis1.jpgHinsvegar er skáldskapurinn, sem sagður er vera úr dagbók lögreglu og er um mannkerti sem átti að hafa hellt yfrum sig bensíni, napur, háðslegur og illkvittinn. Sá er orkti í lögregludagbókina er líklega ekki sannkristinn maður og trúlega slæmur innanum sig af skefjalausu svínaketsáti. Og dylgjunar um að bensínmaðurinn sé óþreyjufullur og taugabilaður hælisleitandi er af því tagi sem mannhatarar kunna að meta. Jamm og já ...

Lögregluskáldin liggja á feldi
lúin eftir þunga nótt.
Heimsækir þá gæinn geldi,
sem grénjaði af léttasótt.
(Höf. E. Brandenborg.)


mbl.is Hótaði að kveikja í sér við Grensásveg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband