Leita í fréttum mbl.is

Samanburðurinn nær ekki lengra

AuðvaldskrakkiMikið ósköp held ég hafi orðiðð glatt í döprum hjörtum í Grafarvogskirkju í kvöld þegar forsætisráðherrann, þessi sami og harðneitar að tala við fjölmiðla, bögglaðist við að stauta sig í gegnum Passíusálmana hans Hallgríms sáluga Péturssona. Það hefir verið undursamlega dásamlegt fyrir döpru hjörtun að heyra þennan mann tuldra: ,,Undirrót allra lasta ágirndin kölluð er frómleika frá sér kasta fjárplógsmenn ágjarner" og ,,Júdasar líkar lenda leiksbróður sínum frá" að ekki sé minnst á: ,,Afsökun ei má stoða andsvör né spurningar. Sá stendur víst í voða sem verður sekur þar."

Nú er það svo að vont fólk er þessa daganna að leita uppi höggstað á forsætisráðherranum sem nægi til að fá hann krossfestann eða í það minnsta dæmdan til embættismissis. Þannig má segja með sanni að að Sigmundur Dávíð stendur í sömu sporum og drottinn vor Jesús Kristur stóð í Grasgarðinum forðum tíð. Að öðru leyti nær samanburðurinn ekki lengra því annar þeirra tveggja, Jesúsar og Sigmundar, var fátækur sósíalisti en hinn tortólískur framsóknarmaður.



mbl.is Sigmundur Davíð las Passíusálmana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Fátækt og auður eiga sér fleiri en eina merkingu.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 24.3.2016 kl. 00:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband