Leita í fréttum mbl.is

Þetta gáfaða og göfuga fólk

xb1.jpgDásamleg eru þau húskarlarnir og griðkonurnar í Fjósi gömlu Framsóknarmaddömunnar sem samanlagt kalla sig þingflokk Framsóknarflokksins. Nú vill þetta gáfaða og göfuga fólk aflétta leynd af gögnum sem varða kröfuhafa bankanna, sem hrundu hér um árið ekki síst fyrir tilverknað úrvalssveitar Framsóknar. Ástæðan fyrir þessum vilja agenta Framsóknarmaddömunnar er að á þeim tíma sem leynigögnin urðu til var Framsóknarflokkurinn ekki í ríkisstjórn og á að vera svar þeirra við gagnrýni í þjóðfélaginu á Sigmund yfirhúskarl og fjósameistara Davíð, son Gunnlaugs okkar hérna í Kögun.

Hinsvegar vill framsóknarfénaðurinn ekki heyra minnst á að einkavæðingin fræga á ríkisbönkunum uppúr síðustu aldamótum verði svo mikið sem skoðuð, hvað þá rannsökuð. Það er af því að þá var Framsóknarflokkurinn í ríkisstjórn og í þeirri einkavæðingu, eins og svo mörgum öðrum, voru leppar og snatar gömlu Framsóknarmaddömunnar síður en svo sárhentir þegar þeir voru að krafla til sín gjafirnar sem þeir gáfu sjálfum sér af verðmætum í eigum almennings.

Til að kóróna framsóknarhræsni framsóknargægsnanna er hlaupakálfurinn úr Dölunum látinn kynna afléttingarþátt leyndarinnar. Sá kyndugi sveinstauli þóttist vera svo ofboðslega róttækur sosialist og kommúnist alveg fram að því augnabliki að hann varð framsóknarmaður. Það var auðvitað afar heiðarlegt og framúrskarandi gáfulegt af garminum að haga málum sínum þannig enda smellpassar karaktergreind drengsins við skítugasta fjósakarlinn í Framsóknarfjósinu. Það er reyndar ekki þar með sagt að þessum ógæfusama unglingi hafi verið það ofgott að ganga í félag með glæpamönnum og gerast innanbúðarmaður í bófaflokki þeirra.

 


mbl.is Vilja aflétta leyndinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband