Leita í fréttum mbl.is

Hvern eða hverja bað hann afsökunar?



xdHann er grínaktugur maður hann Sigmundur Dávíð ráðsmaður maddömunnar í Framsóknarfjósinu. Þegar hann er spurður hvort hann ætli að segja af sér slær grínarinn sér á lær, hlær við kalt og segir að honum hafi aldrei dottið í hug útaf einu eða neinu, allrasíst þessu tortólumáli sem sé allt einn misskilningur og uppblástur illgjarnra og öfundsjúkra blaðasnápa. Já svo eiga bændur að vera, þeir láta ekki óupplýstan almúgaskríl fokka í sér, hvað þá reka sig burt úr sælgætisbúðinni, - að minnsta kosti ekki hann Sigmundur Dávíð ráðsmaður og fjóshaugsstjóri hjá gömlu Framsóknarmaddömunni.En hvaða fjármunir eru það sem forsætisráðherrafrúin á á Tortólu, það er nefnlegar ekki vitað til að hún hafi nokkru sinni dýft hendi í kalt vatn svo ekki er þess að vænta að hún hafi unnið fyrir þeim með lúkunum. Fyrirfram greiddur arður, segja þau hjónin. Fyrirfram greiddur arður, það er nefnilega það. Er máske um að ræða að þarna sé eitthvað af aurunum sem Þyrlu-Mángi í Vestmannaeyjum fékk að láni til að kaupa Toyotaumboðið? Er kanski líklegt að peningarnir sem eru að sullast til og frá í skattaskjólum aflandseyjanna eigi uppruna sinn í íslenskum sjávarútvegi, veðsetningu aflaheimilda og kvótabraski?

En Sigmundi okkar Dávíð finnst fjandans nóg að biðjast afsökunar á Viðtalinu sem sænski blaðamaðurinn og Jóhannes Kristjánsson áttu við hann í ráðherrabústaðnum. Á öðrum axarsköptum sínum telur forsætisráðherrann sig ekki þurfa að biðjast afsökunar á, enda sé hann búinn að setja mörg heimsmet, reyndar hverju öðru dularfyllri, fyrir þjóð sína og hann eigi enn eftir að setja nokkur heimsmet áður en kjörtímabilinu líkur og til þess vilji hann fá vinnufrið. Því miður er ekki á hreinu hvern eða hverja forsætisráðherrann var að biðjast afsökunnar á viðtalinu í ráðherrabústaðnum, og ennfremur er öllum hulið í hverju heimsmet hans liggja. Því verður þó að játa að þjónusta ríkisstjórnarinnar við auðmenn og aðrar yfirstéttargemsa auðvaldsins hefir verið með miklum ágætum, en hvort í því gráa daðri bóli einhversstaðar á heimsmeti eða heimsmetum er erfitt að segja til um. 


mbl.is Ekki íhugað að segja af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband