Leita í fréttum mbl.is

Eignarhaldið er ljóst - en það eru slagsmál í flórnum og víðar

kol46.jpgNú það liggur í augum uppi, ef ekki augum úti, hverjir eiga tvo stærstu hlutina í Samfylkingunni, hjáleigu Sjálfstæðisflokksins. Sjálfstæðisflokkurinn á auðvitað stærsta hlutinn í gegnum eignarhaldsfélag á Seychelles-eyjum, Framsóknarflokkurinn á næststærsta hlutinn, að sjálfsögðu gegnum gott aflandsfélag á Tortólu, Alþýðuflokkurinn á svo einn ræfilslegan hlut í gegnum eignarhaldsfélag skráð í Melrakkaey sem er staðsett skamt undan Kvíabryggju. Rétt er að geta þess að Sjálfstæðisflokkurinn, Höfuðbólið sjálft, á bæði Framsóknarflokkinn og Alþýðuflokkinn, enda þarf sjúklingurinn á tveimur hækjum að halda.

Hitt er svo aftur annað mál, að innan fyrrnefndra flokka og á milli þeirra eru dylgjur miklar þessa dagana. Fyrir örfáum dögum studdu allir húskarlar og griðkonur Framsóknarmaddömunnar Sigmund Dávíð og lýstu því hróðugir yfir að það væri hið besta mál að hann væri gjörspilltur og dómgreindarsljór og ætti pénínga í skattaskjólum útum allar trissur að því að það er svo erfitt að eiga pénínga á Íslandi. Núna keppast sömu endemi við að afneita Sigmundi og segja hann hafa verið arfavitlausan að hafa ekki sagt frá Tortólaraunum sínum fyrir löngu og enn fremur að hann sé arfavitlaus frá náttúrunnar hendi og réttast væri að selja hann til Sjálfstæðisflokksins eins og fótboltamann milli liða.

Og í gærkvöldi gaspraði hin sýslumannslega sjálfstæðisdrottning, Unnur Brá, um að Bjarni Ben og frú Nordal ættu að hundskast til að segja af sér eins og Sigmundur, sennilega til að hún sjálf fái eins og eitt ráðherraembætti. Í Framsóknarfjósinu veltast húskarlarnir og griðkonunar um í flórnum, sem er einn hryllilegur spillingarvígvöllur, í hörðum slag, bítandi og klórandi og hrækjandi, ekki síst útaf því uppátæki einhverra bögubósa þar á bæ að sækja dóttur Alfredo spillingarpramma og gera hana að ráðherra en ekki Vigdísi Hauks eða Höskuld prestsson. En sem betur fer, þrátt fyrir að gamanið sé grátt, þá vega hinir pólitísku slagsmálahundar hverja aðra í mesta bróðerni og vinsemda og rísa upp alheilir næsta morgun.


mbl.is Leynd yfir eigendum húss Samfylkingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband