Leita í fréttum mbl.is

Hræðileg ólukka, misskilningur og óréttlæti

xd9_1241092.jpgÞað er engin furða þó að framlag Íslands í júróvísjóninu þetta árið fengi falleinkun hjá öðrum evrópubúum. Satt best að segja hefir Íslendingum ekki dottið í hug áður að senda annað eins útburðarvæl út fyrir landsteinana fyrr en nú. Ekki er þó nóg með að tónverkið sé útburðarvæl heldur er það svæsinn kéllíngarvæll af óhugnanlegu tagi og til skammar í hvívetna. En hér eftir er útilokað að Ísland geti sent jafn voðalegan söng aftur í júróvísíjón því þennan hroða er ekki hægt að toppa.

Ekki bætti úr skák, að ,,framlagið" var orgað á einhverri hafnarknæpuengilsaxnesku sem aungvir tala eða skilja aðrir en langdrukknir blábjánar og hross með skyrbjúg. Sennilega þarf að senda Árna Johnsen í evrópusöngvakeppnina ef árangur á að nást; hann gæti að minnstakosti kumrað Bjálkakofablús eða Þjóðleikhússvalsinn. Það er ekki ofsögum sagt að þjóðin öll sé í losti, niðurbrotin og sálartætt útaf þessari ekkisens söngvakeppni, sem kemur þráðbeint ofaní áfallið útaf framboði Da-Oddssonar. Það ætlar ekki af þjóðarnefnunni sem býr á þessu líka ótérlega skreri að ganga nú um stundir. Og brátt sökkur landið.

Frú Ingveldur veðraðist uppí stríðsham þegar lýðum varð ljóst að útburðargrenjið frá Íslandi hafði beðið afhroð á erlendri grund. Frú Ingveldur sótti nefnilega haglabyssuna sína fram í búr og skaut sjónvarpið á stofugólfinu til bana og hleypti af úr báðum hlaupunum til að leggja áherslu á fyrirlitningu sína á skömminni. Þegar skothríðin hófs skreið Kolbeinn Kolbeinsson undir borð eins og blauður hundur og vætti buxur sínar að hætti blautbarna og bað í þokkabót Guð að hjálpa sér. En Guð hlustar ekki á kauða eins og Kolbein Kolbeinsson, ekki fremur en veinin í Grétu Salómé í Stokkhólmi í kvöld. Þar af leiðandi verður Kolbeinn að liggja undir borðinu, nötrandi af skelfingu, þar til einhverjum hugkvæmist að draga hann undan því, - en á því kann að verða nokkur bið. 


mbl.is Ísland komst ekki áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Ha ha ha smile..

Níels A. Ársælsson., 10.5.2016 kl. 22:54

2 Smámynd: Diddi Siggi

 Takk Takk Takk fyrir þennan pistil hann er frábær.

Diddi Siggi, 10.5.2016 kl. 22:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband