Leita í fréttum mbl.is

Óprúttnir ferðalangar verða absolút að borga og það helst í péníngum

gamblerÞað segir sig sjálft, að ekki vogandi að hleypa neinum niður í Víðgemli fyrir minna en 6.500 krónur. Fólk verður að átta sig á því, að lausbeislaðir ferðamenn geta átt það til að gerast umsvifamiklir um of á slíkum stað með hörmulegum afleiðingum. Til dæmis eru óprúttnir ferðalangar, og þeir eru allmargir, vísir til að ganga örna sinna í Víðgemli, eða eðla sig á óskammfeilinn hátt þar niðri, jafnvel fremja morð. Þessháttar framferði kemur vissulega óorði á virðulega ferðamannaparadís eins og Víðgemli og það svo slæmu að þessi mikli hellir gæti auðveldlega liðið undir lok.

Dæmi um varhugaverða ferðamenn eru þau Máría Borgargan, Indriði Handreður, frú Ingveldur og eiginmaður hennar, Kolbeinn Kolbeinsson skrifstofustjóri. Það er haft fyrir satt, að umrædd hersing eigi það til að fara í ferðalög útum hvippinn og hvappinn hér á Íslandi; þau eru sögð klöngrast yfir urðir, mýrarfláka, snjóskafla og uppum gil og skorninga, fjöll og firnindi. Það sem þetta fólk hefir áð eða átt sér náttból hefir iðulega verið íllt um að litast með glerbrot, tóma bjórdunka, dömubindi og sérstaklega illa þefjandi smokka. Það gengur auðvitað ekki að hleypa þvílíkum ,,túristum" eins og stóðhrossum útum allar trissur án þess að láta þá borga almennilega fyrir. Við verðum einlægt að muna, alla tilveruna, að okkar langfyrsti ferðaþjónustubóndi lét þá er hann gistu borga fyrir með lífi sínu. Í samanburði við slíkt gjald eru 6.500 krónur hreinn hégómi.

Síðast féttist af Kolbeini Kolbeinssyni blind-augafullum á Landroverbifreið inni í garði hjá honum óviðkomandi fólki á Hvammstanga, hvar hann spólaði og djöflaðist, braut niður grindverk og runna ásamt því að gjöreyðileggja blómabeð og maturtagarð. Þegar helvítis melurinn var búinn að leggja garðinn hjónanna í rúst ók hann með hlátursöskrum á braut. Með Kolbeini í för voru fyrrnefnt Borgargagn, Handreðurinn og frú Ingveldur, sem sló tvo menn niður þar á staðnum fyrir utan bensínsjöppuna. Þar næst báru þau niður á valinkunnum sveitabæ þar í héraðinu og léku sér að því að valda þar gríðarlegu uppnámi með hórdómskenndu og blygðunarlausu framferði inní bænum og í fjósinu. Nú er svo komið að öll þjóðin verður að sameinast um að leggjast á bæn og krefjast þess af Guði Almáttugum að hann losi okkur strax og á einu bretti við alla ferðamenn og allan þennan andskotans túrisma, sem nú þegar er langt kominn með að leggja land vort í rúst. 


mbl.is Rukkaður fyrir að skoða Víðgelmi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband