Leita í fréttum mbl.is

Hið sama kom yfir Kolbein Kolbeinsson

kolb6Í sínum tíma gerðist Kolbeinn Kolbeinsson öfgaframsóknarmaður á nokkrum vikum. Þá var hann 12 ára. Síðan hefir hann unnið sig upp í herbúðum gömlu Framsóknarmaddömunnar, sjálfu Framsóknarfjósinu, og er nú ósnertanlegur, en það þýðir á mannamáli, að ógerningur er að dæma hann að lögum og koma honum í fangelsi þrátt fyrir að hann hafi á samviskunni marga glæpi, sem flestir eru ófélegir. Um siðleysi og siðblindu Kolbeins Kolbeinssonar þarf ekki að fjölyrða: Hún er slík, að jafnvel svæsnustu raftar fölna af skömm þegar þeir heyra á Kolbein minnst. 

En þó er gamli Kolbeinn Kolbeinsson fyrrverandi kaupfélagsstjóri, faðir Kolbeins framsóknarmanns, enn verri. Þegar sá bófi hafði hrakið konu sína í gröfina tók hann uppá því að ryðjast inná dvalarheimili aldraðra sjómanna og settist þar að. Raunar má með sanni segja, að þessi hroðalegi karlskratti hafi tekið dvalarheimilið í gíslingu; allt starfsfólkið hatar hann og bíður þess af einlægri eftirvæntingu að hann drepist sem fyrst og hinir öldruðu íbúar, sem hlakkað hafði til að eiga áægjulegt ævikvöld, hafa komsist að því fullkeyptu hver gamli Kolbeinn Kolbeinsson er. En þetta afgamla skrímsli, sem er eins og gangandi hryðjuverk, drepst ekki. Það þýðir ekki einusinni að eitra fyrir honum því hann hressist bara um allan helming við soleiðislagað.

Að sjálfsögðu kemur aldrei neinn að heimsækja Kolbein Kolbeinsson eldri á dvalarheimilið, enda væri þessháttar leikur hættuspil af síðustu sort. Karldjöfulinn hikar nefnilega ekki við að berja starfsfólk dvalarheimilisins, íbúa þess og þeirra gesti, með stöfum sínum tveimur, sem eru járnslegnir og brúnir af ryði. Enginn þorir inní herbergi til hans og þá hann birtist í matsalnum á matmálstímum hörfa allir út. Og þó. Stundum, sértaklega þegar hann hefir drukki brennivín, en það gerist oft, fær hann sérstaklega vafasamar kvenpersónur til sín. Heimsóknum þessara hræðilegu kerlínga lýkur ætíð með því að þær fjúka eins og dúnpokar útá stétt og fötin og veskið á eftir. Og nú eru allir prestar búnir að stræka á að stíga fæti sínum inn fyrir dyr dvalaheimilisins á meðan Kolbeinn Kolbeinsson eldri er þar búsettur og þar með öðrum gamlingjum þar á bæ bannaður aðgangur að náðarmeðulunum þegar þeir búa sig undir að geyspa golunni.

Það má að lokum til gamans geta, að gamli Kolbeinn gekk nú á vordögum í Þjóðfylkinguna og er nú bæði gildur limur í Framsóknarflokknum og Þjóðfylkingunni. Þokkalegur sambreyskingur það.

 


mbl.is Öfgamaður á nokkrum mánuðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Hverjir sáu um að heilaþvo, kúga, og dópa síðan valdalausan sjúklinginn til glæpsins?

Það hljóta einhverjir heiðarlegir fjölmiðlar að geta upplýst um það á tækninnar 21 öldinni?

Eða er óttinn við fjölmiðlastýrið. Hvers virði er slíkt óttastýrt líf? Aðrir þekkja víst verkferla undirheimanna langt um betur en ég, og gætu útskýrt þá verkferla í "upplýsandi" þöggunarfjölmiðlum?

Stand-fjölmiðlunum bankaræningjastýrðu!

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 16.7.2016 kl. 23:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband