Leita í fréttum mbl.is

Vitnisburður ekki tekinn til greina


pol1_1122375.jpgEkki kemur á óvart að búið sé að sleppa mönnunum, enda eru þetta kaupsýslumenn og starf þeirra fjáröfunarstarf í eigin þágu og til þess fallið að auka hagvöxt og þar með meiri velmegun og gleði landsmanna. Þetta var tækifæri fyrir þá, alveg á sama hátt sólarrafhlöðufabrikkan á Hvalfjarðarströnd er fyrir Skagamenn; að minnsta kosti kallaði bærjarstýrið á Akranesi umræddan sólarsubbskap ,,tækifæri fyrir Akurnesinga." Svo var þetta kærkomið og áðdáunarvert tækifæri fyrir lögregluna og sýslumanninn í Vestmannaeyjum eftir orrahríðina sem það snilldarfólk hefir mátt þola uppá síðkastið.

Í magnaðri yfirheyrslu lögregluþjónanna yfir kaupsýslumönnunum kom fram, að þeir störfuðu í umboði Kolbeins Kolbeinssonar og Brynjars Vondulyktar, að minsta kosti að hluta til. Auðvitað tóku lögreglan og sýslumaðurinn soleiðis vitnisburð ekki til greina og hótuðu hinum grunuðu limlestingum ef þeir dægu hann ekki umsvifalaust til baka. Á sama tíma og yfirheyrslunar fóru fram vóru Vondalyktin og Kolbeinn, ásamt Indriða Handreði, staddir uppi í Borgarnesi á unglingalandsmóti UMFÍ, en hvað þeir eru að aðhafast þar er öllu sómakæru fólki hulin ráðgáta.

Svo fer brátt að líða að því í Eyjum, að Árni Johnsen birtist á þjóðhátíðarsviðinu og fremji söng. Raunar þykir ýmsum fráleitt að tala um söng í því tilfelli, org og urr væri nær sanni, ef ekki hrein og bein misþyrming á æru sönglistarinnar. Það leikur nefnilega grunur á, að Eyjamenn noti brekkuóhljóð Johnsensins til að ná sér niðri á skrílun ofan af landi. Ekki veit ég hvað satt er og rétt varðandi þann grun, en hitt er víst að þúsundir manna hafa komið geggjaðir af þjóðhátíð í Vestmannaeyjum eftir að hafa hlýtt eins og eina kveldstund á Árna þjóðhátíðarhetju láta öllum illum látum í ,,brekkunni" og orga uppí hlustirnar á sér.  


mbl.is Mennirnir látnir lausir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband