Leita í fréttum mbl.is

Garg úr hænsnakofa

pútaÞað er þó félegt hænsnakofagarg sem Oddnú Géé´, Össur og Brýgýta skvetta eins og hlandi og öðru verra framani veslings þjóðina núna. Fyrir það fyrsta þýðir orðið ,,jafnaðarmaður", í munni Oddnýjar og Össurar, sérstök og heldur hvimleið tegund af hörðum auðvaldssinnum, sem af einhverri ástæðu, sennilega af öfund og fíflsku, þykjast vera eitthvað á móti Sjálfstæðisflokknum en eru í öllum grundvallaratriðum hérumbil nákvæmlega eins. Í öðru lagi er alltaf að koma betur í ljós og Brýgýta og Píratarnir eru lítið annað en sérviskuútgáfa af Framsóknarflokknum. Þegar helstu seggirnir úr þessum söfnuðum upphefja rifrildi sín á milli fyrir framan alþjóð hljómar slíkt skvaldur alveg eins og kvak í fiðurfénaði sem berst útúr hænsnakofanum á höfuðbóli sjálfstæðisflokksins.

Það vita allir að ESB-árátta auðvaldssinnaflokksins Samfylkingar er hennar kínalífselexír og allra meina bót. Hinsvegar skilur það fólk allsekki hvað orðið ,,jafnaðarmaður" þýðir þó það slái því ótt og títt fram. Eins og einhverjir eflaust vita, þá ,,jafnaðarmaður" bein þýðing á orðinu sósíalisti og þessháttar istar eru Samfylkingargraðhestarnir fjarri því að vera. Flokkur sem vill endilega troða landinu sínu inní einhverja stærstu auðvaldsblokk heimsins eru ekki sósíalistar og þá ekki jafnaðarmenn heldur. 

Að íslenskir sósíalistar skuli í ríkum mæli hafa fallið í þá gryfju að verða leiksoppar trúðsfífla, loddara og lukkuriddara er grátlegra en tárum taki. Og því miður er staðan þannig, að litlar líkur eru á að þeir vakni í bráð og öðlist það vit sem þarf til að greina kjarnan frá hisminu í pólitískum efnum.


mbl.is „Segja ESB lausnina“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birgir Hrafn Sigurðsson

Jóhanklís ragnardóttir, geturðu bent mér á það hvernig "Píratarnir eru lítið annað en sérviskuútgáfa af Framsóknarflokknum" eða er sú staðhæfing aðeins órökstudd tilfinningavella?

Birgir Hrafn Sigurðsson, 9.8.2016 kl. 14:58

2 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Við hvern þykist þú vera að tala helvískur nefjólfurinn þinn, Birgir Hrafn?

Jóhannes Ragnarsson, 14.8.2016 kl. 17:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband