Leita í fréttum mbl.is

Nú er ég gróflega hissa

fall2.jpgJahérna, nú er ég hissa, eiginlega bæði þver- og langskuðarmát og yfir mig gáttaður. Og ég sem hélt hann Björgólfur okkar hérna Thor ætti ekki neitt, að minnsta kosti ekki hér á landi, eftir tiltektir hans eftir einkavæðingu Landsbankans fyrir Hrun. Ég hélt meira að segja að hann ætti hvergi heima lengur, veslingurinn svorni, ætti hvergi höfði sínu að halla, nema þá í rennusteininum með gamla götótta spariskó undir höfðinu. Hann var svo umkomulaus í sjónvarpsþættinum, sem þeir sýndu í sjónvarpinu eftir að öllu var lokið; hann og vinur hans, Ásgeir Friðjónsson minnir mig hann heiti og er víst jafnaðarmaður, héldu þá til í yfirgefnu verbúðarherbergi, eftir myndinni að dæma, á einhverjum ótilgreindum stað þar sem búið var að stela öllum kvótanum frá heimamönnum. Í sama þætti var líka Jón Ásgeir, eldhress að vanda; kom siglandi til fundar við sjónvarpsmenn á árabát, flissandi eins og gelgjuskvetta.

En nú er sem sé komið í ljós að Björgólfur Thor á hús, að vísu ellihruman timburhjall, sem slagar, að mér sýnist, að fermetrafjölda uppí Höll sumarlandsins, sem brann í Sviðinsvík um árið. Þessi eign Björgólf litla, þó hrörleg sé, tryggir að hann á þak yfir höfuðið á sér og þarf þar af leiðandi ekki að sofa á gangstéttum og í vegköntum. Það fer eitt og annað betur i henni veröld en maður heldur. Og fyrst Björgólfur Thor á hús þá vantar honum banka og eftir því sem ég best veit þá er Landsbankinn á lausu. Það væri áreiðanlega þjóðráð að Sjálfstæðisflokkurinn léti Björgólf Thor hafa Landsbankann, því bæði er hann vanur bankarekstri og hrunadansi.


mbl.is Hóflegri breytingar en ætlað var
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband