Leita í fréttum mbl.is

Hvern fjárann þykist þessi Viðreisn ætla að reisa við?

cap2_1255269.jpgHvaða tegund Íslendinga er það sem vill fá kúludrottningar og prinsa Hrunsins í framboð? Það hlýtur að vera vafamál hvort umrædd tegund eigi yfir höfuð að njóta kosningaréttar og enn síður kjörgengis. Það getur eiginlega ekki verið, en það vona ég að minnsta kosti, að það sé vilji fyrir því hjá alþýðu Íslands, eða þeim er ekki teljast til alþýðunnar, að fá fólk eins og Thorgerði Katrínu, Þorstein Víglundsson, Þorstein Pálsson og Benedikt Jóhannesson til starfa á Alþingi og jafnvel í stjórnarráðinu. Það eru aðeins hálfgeggjaðir ekkifréttamenn fjölmiðlanna sem eru spenntir fyrir svona heimskupörum og ýta undir þau af öllum mætti, en þeir eru nú líka flestir hálfgeggjaðir og sumir heilgeggjaðir.

Því miður er það ekki Viðreisn ein og fréttamannaviðrinin sem sekir er um að berjast við að troða pólitískum vandræðagemlingum í æðstu stjórnunarstöður ríkis og sveitarfélaga. Núverandi ríkisstjórnarflokkar eru frægir fyrir þessháttar vinnulag og stjórnarandstöðuflokkarnir eru undirlagir af hugsjónalausum lukkuriddurum og loddurum. Það er lágmarkskrafa, sem hægt er að gera til stjórnmálaflokka sem skipa framboðslista til almennra kosninga, að vanda val sitt á frambjóðendum, en mikill misbresur hefir verið á því síðustu áratugi. Tilgerðarlegir spjátrungar, valdaklíkusleikjur og eðlislægir óþokkar hafa því miður verið furðu áberandi í efstu sætum framboðslistum og afskræming og eyðilegging samfélagsins í samræmi við það.

 Að lokum: Hvað ætla braskarastéttin og spjátrungar samtaka atvinnurekenda að reisa við með þessari Viðreisn sinni? Hefur núverandi stjónvöldum ekki vegnað nógu vel, að þeirra mati, í viðleitni sinni við að endurheimta ástandið sem gerði Hrunið mikla að veruleika? Það er nefnilega nákvæmlega ekkert í sjónmáli, sem alþýðu manna skiptir raunverulega máli og viðreisnarskoffínin hafa áhuga á að reisa við; þeirra hugsjón og ímyndunarafl einskorðast við braskið, svindlið og sjónhverfingarnar.


mbl.is Þorgerður Katrín ekki tekið ákvörðun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Einmitt langar þessa kúludrottningu að fá upprifjun á hennar ferli sem menntamálaráðherra nú eða lánaferlið.  Held að hún ætti bara að halda sig til hlés.... betra fyrir sálina eða þannig. cool

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.8.2016 kl. 00:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband