Leita í fréttum mbl.is

Bónusvíkingarnir í tómu jakkafötunum

peningar2Helvíti eru ţeir nú miklir bónusvíkingar ţessir bankajötnar sem líta út eins og galtóm jakkaföt. Mér er sem ég sjái bónusfrauku í snyrtingu og pökkun í frystihúsi innbyrđa önnur eins býsn af bónusum og ţessi pappírsvillidýr í og í kringum bankana, fjárfestingasjóđina og kauphöllina. Ađ vísu fćr bónusfraukan í frystihúsinu ađ borga hluta af launum sínum í lífeyrissjóđ svo forstjórinn ţar geti ekiđ um á 40 milljon króna jeppa og tómu jakkafötin gamblađ međ ţessa samskotaaura vinnudýranna.

Annars sanna bónusumsvif eignarhaldsfélags Kaupţings og annarra viđlíka stórtöffara enn og aftur kenninguna um ađ besta ráđiđ til ađ rćna banka sé ađ eiga bankann sjálfur. En sjálfsagt eru ţeir sem úthluta sjálfum sér gríđarlegum peningafúlgum afskaplega duglegir, fyrir nú utan hvađ ţeir verđa stórkostlega hamingjusamir í ţessu peningabađi sem ţeir skenkja sér. En ţađ ţýđir nú víst lítiđ ađ rexa og röfla yfir arđráni og auđvaldsósvífni á međan langflest landsins börn samţykkja kapítalískt ţjóskipulag í öllum kosningum sem ţeim bjóđast. Okkur vćri hollast ađ grjóthalda kjafti og gleđjast ţegar viđ fréttum af góđum bónusum, ţótt okkur finnist ţeim dálítiđ skrýtnir.

Svo ber ţess ađ geta, ađ Kolbeinn Kolbeinsson skrifstofustjóri og framsóknarmađur hefir ţegar innheimt ákveđinn hluta af öllum ţessum bónusum útum hvippinn og hvappinn og lagt aurana inná bók Framsóknarflokkinn ţví ţađ á víst ađ fara ađ kjósa. Hiđ sama hefir og eiginkona hans, frú Ingveldur gjört fyrir Sjálfstćđisflokkinn. Hlutirnir ganga sem sagt sinn vana gang eins og vel smurđ maskína og enginn uppáfallandi vođi er í sjónmáli, nema ef til vill eitt og eitt Hrun á stöku stađ, svona eins og gengur.


mbl.is Bónusgreiđslur Kaupţings samţykktar
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband