Leita í fréttum mbl.is

Einvalalið úr gömlum sálmi

hestar.jpgÞegar ég hafði litið yfir hópinn sem ætlar að taka þátt í einhverjum fjandanum, sem þeir kalla ,,flokksval", kom uppí hugann sorgum hlaðið vers úr gömlum sálmi, sem var í sálmabókinni sem gefin var út 1836:


,,Aumt er að sjá í einni lest
áhaldsgögnin slitin flest,
dapra konu og drukkinn prest,
drembin þræl og meiddan hest."

Það kemur sem sagt á daginn, að fyrrgreindur sálmur hefir haft einkennilega nákvæmt forspárgildi fyrir ,,flokksval" Samfylkingarinnar 180 árum eftir að hann kom út á prenti. Öll eru þau þarna endurborin, slitnu áhaldsgögnin, konan, ölvaði klerkurinn, drembni þrællinn og meidda merhrossið.

Jafnvel Galdra-Lofti hefði ekki tekist betur að vakja upp burtsofnaða sjónhverfingalúsera en Samfylkingunni að safna saman slíku einvalaliði af undirmálsdreggjum samfélagsins.   


mbl.is Fjögur vilja leiða listann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ekki er vísan úr Sálmabókinni, heldur frá Bólu-Hjálmari, eins og Jói hefur eflaust vitað.

Jón Valur Jensson, 4.9.2016 kl. 04:45

2 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Það hjómar betur í þessu tilfelli, að hafa vísuna úr Sálmabókinni. Hinsvegar var raunverulegur höfundur hennar álitinn ákvæðaskáld af mörgum samtíðarmönnum hans og væri honum eflaust létt verk að yrkja allt fylgið af Samfylkinunni ef hann væri uppi í dag.

Jóhannes Ragnarsson, 4.9.2016 kl. 08:26

3 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Heitir þetta ekki Samfylking?

Fjóra formenn og málið er dautt!

 Góðar stundir, mwð kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 4.9.2016 kl. 18:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband