Leita í fréttum mbl.is

Meintir hnökrar og grunur um guðlast setja strik í reikninginn

xb2_1254087.jpgEkki vantar upplifunina hjá Sigmundi okkar Dávíð. Það er fjarska gott, - já, og fallegt líka, ef útí þann sálm er farið. Það eina sem skyggir á trúverðugleika þessa heilagsandaástands, sem pilturinn segist finna svo ákaflega til í hjarta sínu og höfði, eru nokkrir meintir hnökrar á sannleiksást hans og sannsögli eftir hann gjörðist ,,stjórnmálamaður." Af skröki og eða sannleiksást hans fyrir þann tíma fer aungum sögum. Það ætti því ekki að koma neinum á óvart, nema honum sjálfum, að kjósendur geri gys að upplifunum hans, hlægi að þeim opinberlega og segi sem svo að ekki sé á þennan lygalaup logið hverju honum getur dottið í hug að traktera fólk á.

Gamla Framsóknarmaddaman hefir nú dregið feldinn uppfyrir höfuð sér í kararbæli sínu og hugleiðir ákaft hvorn þeira, Sigmund eða Höskuld, hún eigi að senda í hið pólitíska sláturhús flokksins með haustinu. Henni hefir reiknast það strax til, að meira frálag sé af Sigmundi og freistand sé því að setja Höskuld á, því hann virist sprækur eins og lambhrútur meðan Sigmundur kjagar um völlinn eins og útlifuð og þung gamalær.

Þá er þess að geta, að ýmsum gætnum mönnum og alvörugefnum þyki nýjasta upplifunarrassakast Sigmundar Dávíðs fullmikið í ætt við þjóðvegarupplifun þá er sá geggjað Páll, sem síðar fékk kenninafnið ,,postuli", þóttist hafa orðið fyrir í einu bilunarkastinu. Þykir biflíuhneygðum einstaklingum engu líkara en að Sigmundur Dávíð sé að guðlasta í þessu tilfelli, vitandi vits til háðungar guðskristni í landinu, og gjöra lítið úr postulum á borð við Pál og fleiri. Er það meining sumra, meðal annars hins þjóðkunna prests og prófasts til Gemlufallsþinga, síra Baldvins, að réttast sé að bannfæra hinn brátt fallna framsóknarforinga og svipta hann heilögum sakramenntum. Hefir síra Baldvin þegar hafið undirbúning að bannfæringarguðsþjónustu annað kvöld og útloka þar með á þeirri stund hinn afhrópaða forsætisráðherra frá samfélagi heilagra húskarla til fjóss og fjárhúsa.

Meðfylgjandi mynd sýnir Sigmund á flótta undan ævareiðum framsóknardólgum.  


mbl.is Aldrei upplifað eins mikinn stuðning
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband