Leita í fréttum mbl.is

Undanrennuloddarar í blindraleik

xv34Ekki hefi ég hugmynd um hvernig sjóndaprir loddarar fara að því að leiða lista, eða yfirleitt að leiða nokkurn skapaðann hlut. Ef blaðamaður hefur hug á að segja frá framboðslistum Flokkseigendafélags VG á hann að orða fyrirsögn fréttar um það afrek einhvernveginn á þá leið, að tiltekin dekurdýr af undanrennutegund séu í efstu sætum á listum VG í Reykjavík. Þá ætti blaðamaðurinn að gera að umtalsefni, að umræddur flokkur kalli sig ,,vinstrihreyfingu", að sjálfsögðu í blekkingarskyni, þrátt fyrir að hann sé í grundvallaratriðum vel hægramegin við miðju, en kanski örlítið til vinstri við Sjálfstæðisflokkinn.

VG er alls ekki sá flokkur sem býsna margir halda að hann sé, þ.e. flokkur róttækra sósíalista og ég er nokkuð viss um að ýmsir þeirra sakleysingja sem ljáð hafa nafn sitt á lista flokksins gera sér litla grein fyrir hverskonar kapítalískt apparat VG er. Það ætti heldur ekki neinn að þurfa að leita lengi til þess að sjá í gegnum sjónhverfingar þessara loddara, sem hafa gert það að starfi sínu að svíkja út atkvæði sósíalista á heldur auðvirðilegan hátt. Þannig er VG höfuðmeinsemd í húsi sósíalista, illkynja vandamál sem í raun á sér engann tilverurétt. Það er ekkert að marka eitt einasta orð sem flokkseigendur VG og búrtíkur þeirra segja, meining þeirra er fölsk eins og nóta sem skolast hefir til við að lenda ofaní undanrennufernu frá Mjólkursamsölunni.

Öll vitum við að sorpi ber að farga á til þess gerðum sorpeyðingarstöðvum. Á sama hátt á að farga skemmdum eplum í stjórnmálum á ruslahaug sögunnar. Ef íslenskir sósíalistar þekkja ekki sinn vitjunartíma og kasta falsspámönnum sínum og þeirra loddarasamtökum á borð við VG ekki fljótlega í sorpeyðingarofninn mun loddarastóðið eyða þeim sjálfum, en einkum þó og sér í lagi hugsjónum þeirra og andlegu heilbrigði.   


mbl.is Katrín og Svandís leiða í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE

Já, sannur ertu sósíalisti, Jóhannes, ég efa það ekki, og þetta kemur oft í ljós þegar þú bregður af þeim vana að skrifa þitt skop og skens.

En eigum við ekki líka að gefa Steingrími J. orðið og síðan öðrum gömlum félaga Vinstri grænna, sem er jafn-vonsvikinn með þann áður ætlaða baráttuflokk alþýðunnar, en sá vonum svipti maður lét rödd sína heyrast hátt og snjallt, og er til hans vitnað í þessari samantekt!

ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE, 12.9.2016 kl. 23:38

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Afsakið, þetta átti að sendast undir nafni mínu.

Jón Valur Jensson, 12.9.2016 kl. 23:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband