Leita í fréttum mbl.is

Svá mög vóru þau Sathans orð ...

xbÞað er áreiðanlega ár og dagur síðan allt var jafn mikið á rúi og stúi í Framsóknarfjósinu og þetta síðasta misseri. Þar er hvur höndin svo heiftarlega uppá móti hvurri annarri að vart verður hjá því komist að einhver verði myrtur í þeim stríðslátum. Margir eru nú þegar þeirrar skoðunnar að það verði sjálf gamla Framsóknarmaddaman sem muni liggja steindauð að lokum. Að vísu hefir heilsa Maddömunnar verið afar bágborin mörg hin síðara ár, og síðan hún skipaði Sigmund Dávíð sinn helsta ráðsmann í Fjósinu hefir hún legið samfleytt í kör sinni án þess að mæla svo mikið sem eitt orð af viti. Það verður eflaust sérkennileg lykt í Fjósinu dagin sem húskarlar hennar og griðkur bera hana örenda til grafar í Fjóshaungum.

Og ekki hefir griðkonan Vigdís Hauksdóttir verið til að bæta heisu gömlu konunnar. Þvert á móti hafa tiltektir Vigdísar hvað eftir annað gengið svo nærri Framsóknarmaddömunni að henni hefir hvað eftir annað legið við stóralvarlegu heilablóðfalli ofaní oll litlu heilablóðföllin, sem sókt hafa hana heim útaf Vigdísi og honum Sigmundi Dávíð, sem nú hefir verið aðlaður og heitir héðan í frá Sygmoendur Wintris von Panama í gerðarbókum Framsóknar. Og enn hefir Vigdís bætt í annan afkárahátt í fari sínu með því að lýsa yfir eindregnum stuðningi við von Panama og gefa um leið í skyn, að sá armi þorpari, Sigurður Ingi, sé skepna þess eðlis sem ekki einusinni dýrafræðin nær útyfir.

Nú má víst búast við góðri útför fyrir jól þegar gamla Framsóknarmaddaman verður lögð steindauð til hinstu hvíldar í Fjóshaugnum miðjum. Stand vonir til að kerlingarnæpan liggi kjur eftir andlát sitt og haugför, en gangi ekki aftur eins og Þórólfur bægifótur og taki til við að eyða fólki, fé og foglum. Væri það versta hneysa og til skammar, ef sú slæma Maddama verður ekki til friðs og ströggli við eftir dauðann að fara til Helvítis þar sem hennar er beðið með eftirvæntingu. Enda hefði Djöfullinn, sá mæti kammerherra, margsagt, að framsóknarmennskan sé ein að sínum eftirlætisuppáfinndningum; hann hafi ævinlega tekið vel á fóti framsóknarmönnum og lagt þá að hjarta sér eins og aðra ármenn kapítalismans. Afturámóti sé honum ekki um Vigdísi og vilji ekkert með hana hafa því að laklega greindir framsóknarpaurar séu óalandi og óferjandi hvort heldur í Hymmnaríki eða Helvíti. Svo mörg vóru þau Satans orð.  


mbl.is Brigsl, svik og óheiðarleiki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband