Leita í fréttum mbl.is

Bjarni til liðs við Alþýðufylkinguna?

xplúsÞað er stórmerkilegt að Bjarni Jónsson hafi hérumbil ná að velta sitjandi þingmanni VG úr sessi, ekki síst vegna þess að Bjarni er sonur Jón Bjarnasonar sem var bannfærður Flokkeigendafélagi VG og innifalin í þeirri bannfæringu var einnig bannfæring Bjarna. Ég geri ráð fyrir að niðurstaðan sé flokkseigendum nokkuð áfall, því Lilja Rafney hefur um árabil verið býsna ötul búrtík þeirra.

Ekki liggur fyrir hvort Bjarni Jónsson hyggst taka 2. sæti á lista VG í Norðvesturkjördæmi. Skynsamlegast fyrir hann væri að hafna sætinu, yfirgefa VG og ganga til liðs við Alþýðufylkinguna, sem er eini raunverulegi vinstriflokkurinn á Íslandi. Frá mínum bærjardyrum séð, er Bjarna meir en velkomið að slást í för með Alþýðufylkingunni þar eð hann á mun meiri samleið með henni en mishægrisinnuðu krataskjátunum í VG sem aldrei er neitt að marka, hvorki í orði né verki.

Það er auðvitað Bjarna sjálfs að ákveða pólitíska framtíð sína og hann veit eflaust, að undanfarið hefur Alþýðufylkingunni verið að vaxa ásmegin, sósíalistarnir eru smátt og smátt að átta sig á að VG er ekki fyrir þá og enn síður Samfylkingin, Bjarta framtíðin eða Píratarnir. Það er nefnilega stutt í að átthagafjötrarnir í VG bresti og Alþýðufylkingin verði að alvörustjórnmálaflokki.


mbl.is Munaði aðeins 21 atkvæði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband