Leita í fréttum mbl.is

Tjaldhællinn

ingv9_1241807.jpgÍ tjaldútilegunni vaknaði Kolbeinn Kolbeinsson við það, að einhver var að fiðra við botninn á honum og hafði, að því er best var séð, valið sért tjalhæl til verksins. En af því að Kolbeinn er íþróttamaður, meðfram öllu öðru, þá slæmdi hann annarri hönd sinni aftur fyrir bak og hitti eitthvað, sem hlunkaðist á Kolbein ofan með dauðans andvarpi. Þegar Kolbeinn aðgætti hvurju sætti, komst hann að raun um, að vinur hans og tjaldútilegufélagi, Indriði Handreður, lá í öngviti við hlið hans í fremur ólánlegri stellingu.

Frú Ingveldur rumskaði við mannfallið, reis upp við dogg og spurði hvurn fjandann Handreðsskrattinn væri að gera hér í tjaldinum með buxurnar niðrum sig. Svo hífði hún sig á fjóra fætur, teygði sig í buxnastrenginn á Indriða og hóf að bisa við að koma honum útúr tjaldinu með tilhlýðilegu bölvi og Ragni. Máría Borgargagn, kona Indriða, var sofandi í tjaldi þeirra hjóna, við hliðina á tjaldi Kolbeins og frú Ingveldar, eð lá þar öllu heldur dauð af áfengisnautn, vaknaði við brambolt frú Ingveldar og rak trýnið útum rifu á tjaldi sínu. Hún spurði frú Ingveldi hvað hún starfaði og fékk það svar að hún væri draga þann andskota, Indriða Handreð, úr tjaldinu, þessi skítugi öfuguggi hefði nærri því verið búinn að nauðga honum Kolbeini.

hundsbitÞegar Máría Borgargagn hafði meðtekið svar frú Ingveldar svipti hún tjaldi sínu uppá gátt og réðist á frú Ingveldi, ferðafélaga sinn, og ætlaði sér að myrða hana. Frú Ingveldur tók hraustlega á móti og slógust þær vinukonurnar þarna með fáheyrðum fyrirgagni á milli tjaldanna á tjaldstæðinu uns nokkrir lögregluþjónar birtust, slitu þær af hvurri annarri og lögðu þær í járn og fóru með þær. Svo komu lögreglumennirnir aftur og tóku Kolbein í yfirheyrslu, en hann hafði ekki annað til málanna legga en það, að hann hefði bara verið heppinn að Handreðsófreskjunni hefði ekki tekist að reka tjaldhælinn atarna á kaf í rassinn á sér. Við svo búið ráku lögregluþjónarnir Kolbein út og siguðu lögregluhundunum á hann til að hrekja hann sem lengst í burtu á sem skemmstum tíma.


mbl.is Allar sögurnar eru skelfilegar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband