Leita í fréttum mbl.is

Liðónýtir, núll og nix, með augun full af stírum

x11.jpgÞað er akkúrat augin ánægja í því fólgin að Björt framtíð bæti við sig fylgi í skoðannakönnun. Þvert á móti ber þassháttar niðurstaða vitni um barnaskap og bjánaskap kjósenda. Bjarta framtíðin hans Gvöndar Steingríms hefir alveg frá upphafi verið gjörsamlega núll og nix, tilgangslaus, máttlaus, með krónískan svima. Enda stendur þetta afkvæmi hans Gvöndar ekki fyrir neitt nema það aumkunarverða hlutskifti, að halda í auðvaldsþjóðskipulagið; það þarf enga Bjarta framtíð, Gvönd og Proppa, til að taka að sér slíkt hlutverk.

Aftur á móti er Björt framtíð glæsilegt dæmi um liðónýtan stjórnmálaflokk og þeir Gvöndur og Proppi að sama skapi dæmigerðir fyrir liðónýta stjórnmálamenn. Raunar minnir Bjarta framtíðin sérlega mikið á eldsneytislausa vél; þó að þessi maskína væri stútfyllt af bensíni, hráolíu eða kjarnorku þá færi hún alls ekki í gang, hún mundi í mesta lagi bráðna niður eins og smérklumpur og valda óþrifum.

Í athugasemdum Máríu Borgargagns um stjórnmálalíf og stjórnmálamenningu á Íslandi kemur fram hlálegur áfellisdómur um Bjarta framtíð: Í Björtu framtíðinni hans Gvöndar og hans Proppa eru allir syfjaðir, leiðir og leiðinlegir; andagiftin rís hæst þegar Gvöndur teygir úr sér í stólnum á Alþingi og Proppi nuddar stírurnar úr augunum. Enginn man neitt um hvað stefnumál þeirrar Björtu fjalla, enda eru þau aungin, nema ef vera skyldi einhverskonar svefndrukkið muldur um ,,orððræðu" og ,,samtal." Í ljósi alls þessa væri affarasælast, að Björt framtíð andist hægt og hljótt inní Sjálfstæðisflokkinn, ásamt með öðrum hlandblönduðum undarennufyrirbærum í pólitíkinni. Það er best að asninn fylgi eyrunum og að þeir sem aðhyllast þá einkennilegu skoðun að best sé að halda í auðvaldsþjóðskipulagið og arðránið séu allir á sama stað, þ.e.a.s. á höfuðbóli auðvaldsins, Sjálfstæðisflokknum.  


mbl.is „Kemur í sjálfu sér ekki á óvart“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aztec

Ég vil benda lesendum á, að ég ber enga ábyrgð á þessari meintu fylgisaukningu Bjartrar (sic!) framtíðar þrátt fyrir sögusagnir þar um. Ég var hreinlega ekki spurður! Og allir þeir sem ekki voru spurðir gætu þess vegna kosið allt öðruvísi en vonazt var til. En þ. 29. okt. (eða fyrr) greiði ég atkvæði og enginn af níflokkunum fær það. Mwahahaha!

En þetta voru gjörsamlega óþarfar kosningar, hefðu mátt bíða fram á næsta vor. Sama sagan endurtekur sig eina ferðina enn, ennþá einn dilemma: Á ég að fylgja hjartanu og kjósa flokkinn sem ég vil kjósa, flokk sem ég veit að mun ekki koma manni á þing? Eða á ég að kjósa flokk sem mér er meinilla við bara til að koma í veg fyrir að flokkar sem mér er enn ver við, komist til valda? Those are the questions.

- Pétur D. 

Aztec, 14.10.2016 kl. 01:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband