22.10.2016 | 10:54
Jólasveinar ganga um gólf, með helbláan hanakamb á höfði ...
Já, ,,krefisbreytingarnar" sem Brýgýta kerling og hinir Píratarnir boða eru ósköp og skelfing magrar, grindhoraðar, og breyta í litlu sem engu framgangi hins kapítalíska þjóðskipulags á Íslandi. Þetta vita þeir á Washington Post og nota tækifærið til að hæðast að Brýgýtu með því láta hana gaspra um að hún sé Bernie Sanders Íslands. Mér skilst þó, að Bernie þessi sé einhverskonar sósíalisti og að hann kalli sig jafnvel sjálfur sósíalista, en Brýgýta er aunginn sóíalisti og þar með fellur gaspur hennar um sjálft sig. En kerlíngargreyinu þykir fjarska notalegt að láta á sér bera og trana sér fram í fjölmiðlum þó svo að innistæðan til slíkra hluta sé rýr.
Góður kunningi minn sagði við mig um daginn, að honum finnist Pírataflokkurinn minna sig, með degi hverjum, æ meir á dauflega pönkarasamkomu á Hallærisplaninu í gamla daga; málflutningur Pírata sverja sig í ætt við drykkjuhjal sperrileggja með grænan eða helbláan hanakamb og raunir stelpugelgjunnar á ,,demansgrænu buxunum" sem kemur allmjög við sögu í ljóði Megasar um krókódílamanninn. Enda er hærigrautur af þjóðaratkvæðagreiðslum, ESB blæti sem reynt er að fela, ásamt stjórnarskrármali ekki beinlínis aðlaðandi blanda þegar sagt er pass á flest öll önnur mál sem heyra stjórnmálum til.
Nei, Píratar stefna ekki að grundvallarbreytingum á þjóðskipulaginu, þeirra ,,kerfisbreytingar" rúmast allar, vel og vandlega, innan kapítalíska þjóðskipulagsins, að því leyti er Pírataflokkurinn hreinn og klár tækifærissinnaður íhaldsflokkur. En það gæti þó á vissan hátt orðið fróðlegt, að ég segi ekki skemmtilegt, ef Píratar lenda í ríkisstjórn með einhverjum öðrum flokkum, skiftir ekki máli hverjir það verða, því þá kemur í ljós úr hverju nýju fötin keisarans eru gerð.
Treystum þjóðinni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:03 | Facebook
Nýjustu færslur
- Til umhugsunar 1. janúar 2025
- Ljóðræn athugasemd við Mörtu Smörtu og menningarblætið hennar
- Upp úr námskrá moderne skool kennslukonunnar
- Hvalvertíð hafin milli jóla og nýárs. Sérlegur búhnykkur fyri...
- Fyrir dyrum stendur harðvítug sjálfstæðisbarátta og endaskipt...
- Nú skal karlplágan upprætt í eitt skipti fyrir öll í þágu bes...
- Ákveðinn varðstjóri þarf stundum að gera fleira en gott þykir...
- Misheppnað bankarán er sorglegt bankarán
- Á nýju ári verður hann settur af og fer að borga gjaldþrotin sín
- Jón Sigurðsson soldáti við íslenska herinn
Bloggvinir
- Níels A. Ársælsson.
- Vésteinn Valgarðsson
- Sveinn Elías Hansson
- Guðbergur Egill Eyjólfsson
- Þórbergur Torfason
- Guðfríður Lilja
- Rafn Gíslason
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Bjarki Steingrímsson
- Pálmi Gunnarsson
- Grétar Mar Jónsson
- Ásdís Helga Jóhannesdóttir
- Rúnar Sveinbjörnsson
- Þorvaldur Þorvaldsson
- Rauður vettvangur
- Björgvin R. Leifsson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Einar Ólafsson
- Baldur Hermannsson
- Dætur og synir Íslands.
- hilmar jónsson
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Þórdís Bára Hannesdóttir
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Hulda Haraldsdóttir
- Óskar Helgi Helgason
- Heiða Þórðar
- Helgi Guðmundsson
- Sigurður Sigurðsson
- Baldur Fjölnisson
- Birgitta Jónsdóttir
- Ísleifur Egill Hjaltason
- Reynir Andri
- Rúnar Karvel Guðmundsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Auðun Gíslason
- Jón Snæbjörnsson
- Rannveig H
- Magnús Jónsson
- Steingrímur Helgason
- Hallgrímur Guðmundsson
- Ársæll Níelsson
- Brynja Hjaltadóttir
- Fríða Eyland
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Ólafur Þórðarson
- Eygló Sara
- Lúðvík Lúðvíksson
- Þorsteinn Briem
- Ester Júlía
- Svava frá Strandbergi
- Björn Grétar Sveinsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Sigurbjörn Friðriksson
- Ragnar Páll Ólafsson
- Páll Ingi Kvaran
- Jakob Jörunds Jónsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Þorkell Sigurjónsson
- Jóhann Elíasson
- Óskar Arnórsson
- Bergur Thorberg
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Eyjólfur Jónsson
- gudni.is
- Sigurður Sigurðsson
- Alma Lísa Jóhannsdóttir
- Alfreð Símonarson
- Guðni Ólason
- ThoR-E
- Arnar Guðmundsson
- Þór Jóhannesson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Himmalingur
- Guðjón Baldursson
- halkatla
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Einar Sigurjón Oddsson
- Haukur Nikulásson
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Heiða
- Jakob Falur Kristinsson
- Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
- Steingrímur Ólafsson
- Magnús Þór Hafsteinsson
- Sigurbjörn Svavarsson
- Landrover
- Valla
- Vilmundur Aðalsteinn Árnason
- Vefritid
- Sigríður B Sigurðardóttir
- Ónefnd
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Þórarinn Eldjárn
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Ragnar Björnsson
- Hlédís
- Einar B Bragason
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Árni Karl Ellertsson
- Hamarinn
- Hamarinn
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hörður B Hjartarson
- Jack Daniel's
- Jón Bjarnason
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Linda
- Rauða Ljónið
- Sigurður Haraldsson
- Sóldís Fjóla Karlsdóttir
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Vináttufélag Íslands og Kúbu
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.1.): 11
- Sl. sólarhring: 13
- Sl. viku: 158
- Frá upphafi: 1544873
Annað
- Innlit í dag: 11
- Innlit sl. viku: 139
- Gestir í dag: 11
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Nóvember 2012
- Júlí 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Athugasemdir
Jóhannes, geta nýju fötin virkilega orðið veri en þau gömlu. Þó þau reynist engin held ég að þau geti varla orðið verri.
Steindór Sigurðsson, 22.10.2016 kl. 11:52
Ég tel alveg öruggt mál, að þegar meirihluti ESB-flokkanna fimm, Pírata, VG, Samfós, BF og Viðreisnar mynda ríkisstjórn saman, mun bindandi þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB vera það sem mun fá lægstan forgang hjá þeim. Ríkisstjórnin mun einfaldlega halda áfram með aðlögunarviðræðurnar eins og ekkert sé og afhenda sambandinu fiskimiðin á silfurfati, enda enda engir fullveldissinnar eins og Jón Bjarnason til að verja hagsmuni þjóðarinnar.
Birgitta meinar ekkert með að láta þjóðina ákveða. Með quislinga í ríkisstjórn og quisling á Bessastöðum mun aðildin sigla í gegn á kjörtímabilinu og þjóðin mun ekki vera spurð fyrr en allt er orðið um seinan.
Við eigum þeim sem kusu Brexit þakkir skildar, því að nú kemur í ljós, að það verður virkilega erfitt að losa Bretland úr blóðugum klóm sambandsins. Svo að nú er ljóst að allir þeir íslenzku ESB-sinnar sem staðhæfðu fyrir nokkrum árum, að það væri ekkert mál að draga Ísland aftur úr ESB eftir aðild, voru að ljúga. Við vissum það þá, en nú er búið að sanna, að þetta var helber lygi í þeim.
Annars er skemmtilegt, að Birgitta skyldi álpast til að segja að Íslendingar verði að forðast að gera þau mistök sem gerð voru í Bretlandi í aðdraganda þjóðaratkvæðagreiðslu um Brexit. „Þú verður að tryggja að baráttan sé upplýst. Fólk þarf að vita hvað felst í aðild.“, því að það er vitað mál að það voru einmitt þeir sem vildu vera áfram í ESB, sem lugu í aðdragandanum og eru enn að því, m.a. þingmenn Verkamannaflokksins og bankastjóri enska seðlabankans (Bank of England). Enda hefur þetta illa upplýsta lið skipt um nafn í munni meirihlutans frá Remainers áður í Remoaners nú, því að þessir taparar vilja alls ekki sætta sig við niðurstöðuna og eru sífellt að krefjast nýrrar atkvæðagreiðslu. Theresa May veit ekki í hvorn fótinn hún á að stíga, því að hún vill hvorki tapa fylgi til UKIP né fá ófrið innan Íhaldsflokksins. Hún er eins og Bjarni Ben sem setti sig milli tveggja stóla í ESB-málinu forðum daga og datt á afturendann fyrir vikið.
Ef það yrði þjóðaratkvæðagreiðsla á Íslandi um aðild, og meirihlutinn myndi segja NEI, þá myndi Birgitta og ríkisstjórn hennar (sem mun ekki hafa neina villiketti innanborðs), ekki sætta sig við það, heldur segja við þjóðina: "Reynum aftur, því að betur má ef duga skal".
- Pétur D.
Aztec, 22.10.2016 kl. 12:28
Pétur þetta er kannski allt rétt sem þú ert að segja. En ef ég skil hlutina rétt, þá þurfum við að vera með trúverðugt fjármálakerfi til að komast þarna inn. Þannig að við þurfum ekki að hafa nokkrar áhyggjur af því að vera gjaldgeng í þennan klúbb.
Steindór Sigurðsson, 22.10.2016 kl. 13:21
Það er einmitt það sem aðlögunarviðræðurnar snúast um, að aðlaga íslenzka fjármálakerfið og ALLT annað að regluverki sambandsins útlistað í Lissabonsáttmálanum. Ný ríkisstjórn vill leggja allt í sölurnar of fórna öllu, vel vitandi að venjulega tekur ferlið venjulega 2-4 ár, svo að þau verða að hafa hraðar hendur ef algjört fullveldisframsal á að nást áður en ný ríkisstjórn tekur við árið 2020. Stefnt er á að setja aðild í algjöran forgang með aðstoð allra tiltækra illmenna, síðan þegar búið er að svíkja þjóðina, verður stefnt að því að uppfylla skilyrðin fyrir upptöku evrunnar. En nú hefur íslenzka krónan styrkzt verulega sl. mánuði gagnvart flestum erlendum gjaldmiðlum, ekki sízt gagnvart evrunni sem hefur hríðfallið ásamt tengdum myntum (t.d. DKK) síðan Brexit.
Í ljósi bætts efnahags sem hefur orðið sl. 3 ár með réttri hagstjórn, eftir kreppuna 2009 - 2013, er engin ástæða til að vilja fara inn í þetta deyjandi samband bara til að fá þennan myllustein sem evran er um hálsinn. Þótt af óskiljanlegum ástæðum Eystrasaltslöndin hafi tekið upp evruna, þá eru leiðtogar Visegrád-landanna fjögurra á öðru máli. Skv. reglum sambandsins eru aðildarríkin skuldbundin til að taka upp evruna, þegar þrjú skilyrði, sem varða fjárlagahalla, myntsveiflur og skuldir hins opinbera hafa verið uppfyllt. Fyrir þessi fjögur ríki er þeim í lófa lagið að haga fjármálum og peningastefnu þannig að skilyrðin uppfyllist aldrei. Þetta var gefið í skyn af pólskum ráðamönnum fyrir mörgum árum. Þeim er meinilla við evruna og meinilla við að taka við skipunum frá Bruxelles. Hvers vegna eru þá frambjóðendur íslenzku ESB-sinnaflokkanna fimm þá svona illa upplýstir og afvegaleiddir?
- Pétur D.
Aztec, 22.10.2016 kl. 14:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.