Leita í fréttum mbl.is

Hundahreinsun, ráðherrastólssjúklingur og alvarlega brogaður hugsanaháttu helmings kjósenda

dog2Þennan gráa októbermorgun koma uppí hugann ummæli Össurar Skarphéðinssonar, þáverandi ritstjóra Þjóðviljans, þess efnis, að Alþýðubandalagið þyrfti nauðsynlega að fara í gegnum hundahreinsun og átti við, að nauðsynlegt væri, að viss hópur einstaklinga í Alþýðubandalaginu væri gerður áhrifa- og valdalaus. Nú hefur Össur sjálfur orðið slíkri hundahreinsun að bráð í alþingiskosningum, ásamt lagsbræðrum sínum, Helga Hjörvar, Árna Páli og fleiri angurgöpum, sem þinghreinsun er sannarlega að. Útaf fyrir sig á Samfylkingin þetta gríðarlega afhroð, hundahreinsunina, fyllilega skilið fyrir framgöngu sína fyrr og síðar.

RæningiÞrjatíu prósenta fylgi Sjálfstæðisflokksins er afturámóti verðugt verkefni fyrir félagsfræðinga, mannfræðinga og sálvísindamenn og síðast en ekki síst afbrotafræðinga, að kanna ofaní kjölinn. Það er eitthvað stórkostlega brogað við hugsanagang og sjálfsvirðingu þjóðar, sem að einum þriðja greiðir alræmdum bófaflokki atkvæði sitt í þingkosningum. Til viðbótar kusu sitthvor tíu prósentin mjög vafasama flokka braskara og panamaþrjóta. Með öðrum orðum, virðist helmingur þjóðarinnar criminalistar, sem veigra sér ekki við að kjósa flokka fjárglæframanna, sem hafa unnið að því öllum árum að mylja grunnstoðir samfélagsins niður á skipulegan hátt, naga þær og éta innanfrá, hygla arðræningjum og undanskotsbófum í skattaskjólum. 

xvudwra.jpgSvo er bara að sjá hvort ráðherrastólssjúklingurinn, Steingrímur J. Sigfússon, gerir ekki harða hríð að því aðð komast í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum, með annaðhvort Framsókn eða Viðreisn sem hækju. Viðbúið er, að Katrín Jakobsdóttir þurfi að vera á tánum gagnvart flokkseigendunum sínum á næstunni. Ef hún lemur ekki á klærnar á Steingrími, Svavarsfjölskyldunni og Álfheiði, af fullri einurð og myndugleika, ef það hyski ætlar uppí sóðabælið til Sjálfstæðisflokksins, þá er úti um hana sem stjórnmálamann. 



mbl.is Lágmark þriggja flokka ríkisstjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband