Leita í fréttum mbl.is

Úlfur undir eiturgulu og fávísir og ruglaðir kjósendur

auðvaldEkki er seinna vænna fyrir kjósendur ,,Björtu framtíðarinnar" að komast að því úr hverju sú Bjarta er gerð. Það hefur svo sem lengi legið fyrir, að Bjarta framtíðin er verulega hægrisinnuð, lituð frjálshyggjukapítalisma og ESB hyggju. En Bjarta framtíðin hefur komið óhreint fram, svo kjósendum er vorkun, að hafa ekki áttað sig á fyrir hvað þetta fyrirbrigði stendur. Innanundir eiturgulum kjánajakkafötum hr. Ó Proppa er helblár auðvaldssinnaúlfur. Hið sama er að segja um þá syfjuðu, Gvönd Steingríms og Marshall, sem nenntu ekki í framboð að þessu sinn, enga gátu þeir heldur ekki vaknað til fullrar meðvitundar.

Hvernig Björtu framtíðinni og atvinnurekenda- og braskaraklúbbnum Viðreisn hefir tekist að koma því inní hausinn á tæplega tuttugu prósent kjósenda, að þeir væru einhverskonar uppreisnar- eða jafnvel byltingarflokkar, er í raun óskiljanlegt. Það er augljóst, að kjósendur eru upp til hópa afar illa upplýstir um stjórnmál og stjórnmálaflokka á Íslandi; í mörgum tilfellum er ekki einusinni um slitrótta yfirborðsþekkingu að ræða. Hvað ætli stór hluti kjósenda Sjálfstæðisflokksins geri sér grein fyrir útá hvað sá flokkur, ef flokk skal kalla, gengur, skilji samhengið milli hans og annarra þátta samfélagsins? Ég er ansi hræddur um, að það hlutfall sé hátt, - óhugnanlega hátt.

Ef Íslendingar hafa einhvern hug á að byggja hér upp siðað og réttlátt samfélag, sem ég efast um að þeir vilji eins og sakir standa, þá verða þeir að gefa sér góðan tíma til að læra pólitíska mannganginn og koma sér dómgreint til að meta samhengi hlutanna á réttan hátt í þeirri skák. Á meðan þjóðin er jafn fávís og rugluð andspænis stjórnmálum og stjórnmálaflokkum þurfa óaldarfélög eins og Sjálfstæðisflokkurinn lítið að óttast og geta án teljandi erfiðleika haldið áfram sínu arðráni, spillingu og avegaleiðandi lygakjaftæði    


mbl.is Benedikt fái umboðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband