Leita í fréttum mbl.is

Yfirskrifstofusjakalinn spangólar

dog2.jpgÞað má heita í einu skiptin sem yfirskrifstofusjakali ASÍ skríður útúr greninu sínu er þegar kjaradómur ákvarðar laun alþingismanna og æðstu embættismanna ríkisins. Við þessi sérstæðu tækifæri gerir sjakalinn sig ósköpin öll vandætingarfullan í framan og kvakar í sífellu: - Það er ljóst, það er ljóst, það er ljóst, og litlu yrðlingarnir taka undir spangólið í sjakalanum og skrækja: - Það er morgunljóst, það er morgunlaust! Og hver fjárinn ætli það sé, sem er svona ljóst og morgunljóst hjá þessum legátum, sem gerir það að vekum að þeir skríða uppúr holum sínum með stýrurnar í augunum? Jú, það er sú dæmalausa ósvífni, að þeir hjá ríkinu hafi laun.

Þegar Hrunið okkar góða kom á okkur eins og hryllilegur brotsjór á lognkyrru vatni, skriðu yfirsjakalinn og öll hans skauð undir borð, þaðan heyrðist hvorki ýlfur né bofs, meðan alþýða landsins þursti útá strætin til að mótmæla hinum svikulu auðvaldsfurtum og stórglæpum þeirra, sem vóru svo svæsin, að Bretar, nágrannar okkar, frændur og vinir, neyddust til að beita Íslendinga lögum, sem þeir brúka einungis á sérlega varhugaverða óbótamenn. Já, við þessar aðstæður lá hin tannlausa sjakalahjörð Alþýðusambands Íslands, nötrandi af íllsku og hræðslu útí mótmælendur, undir borðum sínum; þetta framferði múgsins var nefnilega alltof róttækt fyrir þessar undirgefnu höfðingjasleikjur og auðvaldsþjóna.

Og hvað ætli sé á bakvið óðagot og hneykslunargjamm stór-yfirsjakalans að þessu sinni? Varla eru hækkanir á launum ráðherra, sem neyða apparatið útúr greninu, því hans laun taka mið af launum forsætisráðherra, eru þau sömu að mig minnir. Nei, gripurinn er fyrst og fremst að verja hinn ímyndaða ,,stöðugleika," lífeyrisjóðina og þeir lægstlaunuðu fari ekki að steyta kjaft og heimta laun, sem þeir geta lifað á mannsæmandi lífi. Forseti Alþýðusambands Íslands vill aungvann helvítis sósíalism, hann vill lífeyrissjóðagambl, steinþögn þeirra lægstlaunuðu og stöðugleika hins harðkapíalíska þjóðskipulags. Það má eitthvað til vinna, að koma í veg fyrir að háskalega ókyrrð verkalýðsins, jafnvel þó að það kosti ferðalag útúr greninu og undir bert loft.


 


mbl.is Bylgja upplausnar í boði Alþingis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband